Fara í efni  

Fréttir

Ţrjú menningarverkefni keppa um Eyrarrósina 2016

Ţrjú menningarverkefni keppa um Eyrarrósina 2016
Eyrarrósin

Fjöldi menningartengdra verkefna víđs vegar ađ af landinu sóttist eftir tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2016. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verđlaunin viđ hátíđlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi 18. febrúar nćstkomandi. Hún hefur afhent Eyrarrósina frá upphafi, eđa tólf sinnum.

Í ársbyrjun var tilkynnt hvađa tíu verkefni prýđa Eyrarrósarlistann í ár. Ţađ varđ svo niđurstađa valnefndar Eyrarrósarinnar 2016 ađ eftirfarandi ţrjú ţeirra keppi til verđlaunanna: Menningar- og frćđslusetriđ Eldheimar í Vestmannaeyjum, alţjóđlega listahátíđin Ferskir vindar, sem fram fer í Garđi, og Verksmiđjan á Hjalteyri, sem er listamiđstöđ međ sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiđju Kveldúlfs viđ Eyjafjörđ.

Hvert verkefnanna ţriggja hlýtur peningaverđlaun og flugmiđa frá Flugfélagi Íslands. Ţađ kemur svo í ljós 18. febrúar nćstkomandi hvert ţeirra hlýtur Eyrarrósina 2016. Ţá afhendir Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, verđlaunahafanum 1.650.000 krónur, viđ hátíđlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi.

Eyrarrósin er viđurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvćđi Byggđastofnunar. Viđurkenningin hefur veriđ veitt árlega frá 2005 og er henni ćtlađ ađ beina sjónum ađ og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviđi menningar. Ađ henni standa Listahátíđ í Reykjavík, Flugfélag Íslands og Byggđastofnun.

Eftirfarandi verkefni hafa fengiđ Eyrarrósina:

 • Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi (2005)
 • LungA, listahátíđ ungs fólks á Austurlandi (2006)
 • Strandagaldur á Hólmavík (2007)
 • Rokkhátíđ alţýđunnar; Aldrei fór ég suđur (2008)
 • Landnámssetur Íslands (2009)
 • Brćđslan á Borgarfirđi eystra (2010)
 • Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
 • Safnasafniđ á Svalbarđsströnd (2012)
 • Skaftfell, miđstöđ myndlistar á Austurlandi (2013)
 • Áhöfnin á Húna (2014)
 • Frystiklefinn á Rifi (2015)

Nánar um verkefnin ţrjú sem keppa um Eyrarrósina 2016

Eldheimar

Menningar- og frćđslusetriđ Eldheimar í Vestmannaeyjum er tileinkađ Heimaeyjargosinu áriđ 1973. Ţađ er mat valnefndar Eyrarrósarinnar 2016 ađ ţar hafi tekist sérstaklega vel ađ uppfylla markmiđ safnsins um ađ miđla fróđleik um Heimaeyjargosiđ og sögu Surtseyjar. Ţađ hefur ekki einungis veriđ gert međ áhugaverđri fastri sýningu heldur einnig í gegnum fjölbreytta viđburđi, á borđ viđ tónleika og myndlistarsýningar, sem lađa ađ breiđan hóp gesta.

Ferskir vindar

Ferskir vindar er alţjóđleg listahátíđ í Garđi. Markmiđ hennar er ađ skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góđs af, bćđi erlendir ţátttakendur og íbúar bćjarfélagsins. Gestirnir dvelja ţar í fimm vikur viđ listsköpun sína og eiga í nánum samskiptum og samstarfi viđ heimamenn, auk ţess ađ standa fyrir ýmiss konar sýningum og uppákomum međan á dvöl ţeirra stendur. Listahátíđin ţykir hafa jákvćđ áhrif á bćjarlíf í Garđi. Hún hefur eflt menningu og listir á Suđurnesjum og ţar međ uppfyllt markmiđ sín um ađ fćra listina til fólksins.

Verksmiđjan á Hjalteyri

Verksmiđjan á Hjalteyri er listamiđstöđ međ sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiđju Kveldúlfs viđ Eyjafjörđ. Allt frá ţví ađ listafólk og frumkvöđlar á Norđurlandi tóku sig saman og stofnuđu Verksmiđjuna sumariđ 2008 hefur ţar óslitiđ fariđ fram framsćkiđ og alţjóđlegt menningarstarf sem byggir á myndlist en er jafnframt samofiđ öđrum listgreinum. Vel ţykir hafa til tekist međ ţá grundvallarhugmynd ađ í Verksmiđjunni sé listin ekki einungis til sýnis, heldur verđi hún ţar til og sé ţví mótuđ af ađstćđum. Ţannig hefur starf Verksmiđjunnar eflst frá stofnun og vekur ć meiri athygli, bćđi innan landsteinanna og utan.

 


Til baka

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389