Fréttir
Þróun fasteignamats og fasteignagjalda 2010 til 2014
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur hækkað mjög mis mikið í prósentum á milli áranna 2010 og 2014 eftir einstökum þéttbýlisstöðum. Mest hefur hækkun matsins í prósentum verið í Vestmannaeyjum 70,6% og næst mest á Höfn í Hornafirði og á Siglufirði 64,1%. Þetta eru einu staðirnir þar sem hækkunin er yfir 50%. Hólmavík liggur þó nærri með 48,7% hækkun en engir aðrir staðir ná 40% hækkun.
Á fjórum stöðum lækkar fasteignamatið á milli áranna 2010 og 2014. Í Borgarnesi um 6,3%, í Keflavík um 5%, á Selfossi um 1,3% og í Hveragerði um 0,7%.
Hækkun heildar fasteignagjalda á milli áranna 2010 og 2014 er almennt meiri en hækkun matsins. Það er aðeins á þrem stöðum, á Höfn í Hornafirði, í Stykkishólmi og á Dalvík sem hækkun gjaldanna er minni en hækkun fasteignamatsins.
Mest er hækkun fasteignagjaldanna á milli áranna 2010 og 2014 á Siglufirði 82,3%, Hólmavík 79,3% og í Vestmannaeyjum 72,6%. Þrátt fyrir það eru fasteignagjöldin á þessum stöðum langt frá því hæsta sem gerist.
Á tveim stöðum hafa fasteignagjöldin lækkað á milli áranna 2010 og 2014. Í Keflavík um 0,3% og á Selfossi um 0,2%.
Í framangreindum samanburði er verið að bera saman fasteignamat og fasteignagjöld á þeirri fasteign sem notuð hefur verið sem viðmið á undanförnum árum, einbýlishús sem er 161,1m2 að grunnfleti og lóðarstærð 808m2
Hér að neðan má sjá töflur og súlurit sem sýna breytingarnar.
Breyting á fasteignamati 2010-2014 (súlurit) (tafla)
Breyting á fasteignagjöldum 2010-2014 (súlurit) (tafla)
Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs í síma 455 5400 eða snorri@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember