Fara í efni  

Fréttir

Ţróun fasteignamats og fasteignagjalda 2010 til 2014

Ţróun fasteignamats og fasteignagjalda 2010 til 2014
Breyting á fasteignamati 2010-2014

Fasteignamat íbúđarhúsnćđis hefur hćkkađ mjög mis mikiđ í prósentum á milli áranna 2010 og 2014 eftir einstökum ţéttbýlisstöđum. Mest hefur hćkkun matsins í prósentum veriđ í Vestmannaeyjum 70,6% og nćst mest á Höfn í Hornafirđi og á Siglufirđi 64,1%. Ţetta eru einu stađirnir ţar sem hćkkunin er yfir 50%. Hólmavík liggur ţó nćrri međ 48,7% hćkkun en engir ađrir stađir ná 40% hćkkun.

Á fjórum stöđum lćkkar fasteignamatiđ á milli áranna 2010 og 2014. Í Borgarnesi um 6,3%, í Keflavík um 5%, á Selfossi um 1,3% og í Hveragerđi um 0,7%.

Hćkkun heildar fasteignagjalda á milli áranna 2010 og 2014 er almennt meiri en hćkkun matsins. Ţađ er ađeins á ţrem stöđum, á Höfn í Hornafirđi, í Stykkishólmi og á Dalvík sem hćkkun gjaldanna er minni en hćkkun fasteignamatsins.

Mest er hćkkun fasteignagjaldanna á milli áranna 2010 og 2014 á Siglufirđi 82,3%, Hólmavík 79,3% og í Vestmannaeyjum 72,6%. Ţrátt fyrir ţađ eru fasteignagjöldin á ţessum stöđum langt frá ţví hćsta sem gerist.

Á tveim stöđum hafa fasteignagjöldin lćkkađ á milli áranna 2010 og 2014. Í Keflavík um 0,3% og á Selfossi um 0,2%.

Í framangreindum samanburđi er veriđ ađ bera saman fasteignamat og fasteignagjöld á ţeirri fasteign sem notuđ hefur veriđ sem viđmiđ á undanförnum árum, einbýlishús sem er 161,1m2 ađ grunnfleti og lóđarstćrđ 808m2

Hér ađ neđan má sjá töflur og súlurit sem sýna breytingarnar.

Breyting á fasteignamati 2010-2014 (súlurit) (tafla)

Breyting á fasteignagjöldum 2010-2014 (súlurit) (tafla)

Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurđsson, forstöđumađur ţróunarsviđs í síma 455 5400 eđa snorri@byggdastofnun.is 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389