Fara efni  

Frttir

run bafjldans 1992-2013 eftir sveitarflgum

run bafjldans 1992-2013 eftir sveitarflgum
run bafjlda sveitarflaga 1992-2013

Byggðastofnun hefur útbúið kort sem sýnir þróun íbúafjölda eftir sveitarfélögum á árunum 1992-2013.  Hlutfallslega mesta fjölgunin á landsbyggðinni var í Svf. Vogar þar sem fjölgaði um 66% en mesta íbúafjölgunin var í Reykjanesbæ þar sem fjölgaði um 4.048 íbúa og í Svf. Árborg þar sem fjölgaði um 2.649 íbúa.

Þróun íbúafjöldans eftir sveitarfélögum síðustu áratugi hefur verið misjöfn og afdrifarík fyrir margar byggðir landsins. Síðustu tvo áratugi hefur íbúum fjölgað í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, norður um Borgarfjörð, austur að Markarfljóti og suður á Reykjanes. Þá hefur íbúum fjölgað á Akureyri og næsta umhverfi og á Fljótsdalshéraði. Íbúum hefur fækkað á öðrum svæðum. Kort sýnir þetta munstur býsna vel. Mest hefur íbúum fækkað í sveitarfélögum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðausturlandi og Suðausturlandi. Má segja að fækki á öllum hornum landsins nema á Suðvesturhorninu. Í þessari töflu má sjá að fækkun íbúa á tímabilinu 1992-2013 varð yfir 30% í nokkrum sveitarfélögum, Árneshreppi á Vestfjörðum (50,46%), Breiðdalshreppi á Austurlandi (45,78%), Súðavíkurhreppi á Vestfjörðum (42,07%), Tjörneshreppi á Norðurlandi eystra (38,2%) Kaldrananeshreppi á Vestförðum (37,5%), Vesturbyggð á Vestfjörðum (37,22%), Borgarfjarðarhreppi á Austurlandi (35,32%) og Fjallabyggð á Norðurlandi eystra (31,8%).


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389