Fara í efni  

Fréttir

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar kynntar

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar kynntar
Áhöfnin á Húna fékk Eyrarrósina 2014

Ţau ţrjú framúrskarandi verkefni sem keppa um Eyrarrósina í ár eru Frystiklefinn, Listasafn Árnesinga og Sköpunarmiđstöđin Stöđvarfirđi. Hvert ţeirra hlýtur flugmiđa frá Flugfélagi Íslands og peningaverđlaun. Ţađ kemur síđan í ljós viđ hátíđlega athöfn á Ísafirđi ţann 4. apríl hvert ţeirra stendur uppi sem Eyrarrósarhafi 2015 og fćr í verđlaun 1.650.000.- kr. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verđlaunin á Ísafirđi.

Nánar um verkefnin ţrjú

Frystiklefinn www.frystiklefinn.is/
Frystiklefinn á Rifi er menningarmiđstöđ og listamannaađsetur ţar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viđburđir allt áriđ um kring. Markmiđ Frystiklefans er ađ stuđla ađ auknu frambođi og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka ţátttöku bćjarbúa og gesta í menningar- og listviđburđum og ađ varđveita, nýta og miđla sagnaarfi Snćfellinga.

Listasafn Árnesinga www.listasafnarnesinga.is

Í Listasafni Árnesinga fer fram metnađarfullt sýningarhald. Ađ jafnađi eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári. Áherslan í sýningarhaldi og meginmarkmiđ safnsins er ađ efla áhuga, ţekkingu og skilning á sjónlistum međ sýningum, frćđslu, umrćđu og öđrum uppákomum sem samrćmast kröfu safnsins um metnađ, fagmennsku og nýsköpun.

Sköpunarmiđstöđin Stöđvarfirđi www.inhere.is
Áriđ 2011 var fariđ af stađ međ Sköpunarmiđstöđ á Stöđvarfirđi. Hugmyndafrćđi miđstöđvarinnar byggir á sjálfbćrni og ađ nýta samlegđaráhrif skapandi einstaklinga og verkstćđa. Međ ţví skapast ađstćđur ţar sem ţekkingarmiđlun og samvinna á sér stađ milli greina međ tilheyrandi nýsköpun  međ ţađ ađ markmiđi ađ til verđi áhugaverđ störf skapandi greina.

Eyrarrósin er veitt árlega framúrskarandi menningarverkefni á starfssvćđi Byggđastofnunnar. Markmiđ hennar er ađ beina sjónum ađ og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviđi menningar og lista. Ađ verđlaununum standa Byggđastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíđ í Reykjavík.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389