Fréttir
Tilnefningar til Eyrarrósarinnar kynntar
Þau þrjú framúrskarandi verkefni sem keppa um Eyrarrósina í ár eru Frystiklefinn, Listasafn Árnesinga og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Hvert þeirra hlýtur flugmiða frá Flugfélagi Íslands og peningaverðlaun. Það kemur síðan í ljós við hátíðlega athöfn á Ísafirði þann 4. apríl hvert þeirra stendur uppi sem Eyrarrósarhafi 2015 og fær í verðlaun 1.650.000.- kr. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin á Ísafirði.
Nánar um verkefnin þrjú
Frystiklefinn www.frystiklefinn.is/
 Frystiklefinn á Rifi er menningarmiðstöð og listamannaaðsetur þar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viðburðir allt árið um kring. Markmið Frystiklefans er að stuðla að auknu framboði og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka þátttöku bæjarbúa og gesta í menningar- og listviðburðum og að varðveita, nýta og miðla sagnaarfi Snæfellinga.

Listasafn Árnesinga www.listasafnarnesinga.is
Í Listasafni Árnesinga fer fram metnaðarfullt sýningarhald. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári. Áherslan í sýningarhaldi og meginmarkmið safnsins er að efla áhuga, þekkingu og skilning á sjónlistum með sýningum, fræðslu, umræðu og öðrum uppákomum sem samræmast kröfu safnsins um metnað, fagmennsku og nýsköpun.

Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði www.inhere.is
 Árið 2011 var farið af stað með Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Hugmyndafræði miðstöðvarinnar byggir á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi einstaklinga og verkstæða. Með því skapast aðstæður þar sem þekkingarmiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi nýsköpun  með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.

Eyrarrósin er veitt árlega framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Markmið hennar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Fréttasafn
- 2025
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2024
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2023
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2022
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2021
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2020
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2019
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2018
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2017
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2016
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2015
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2014
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2013
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2012
 - janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
 - 2011
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2010
 - janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
 - 2009
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2008
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2007
 - mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2006
 - janúar febrúar mars maí júní ágúst september
 - 2005
 - janúar febrúar mars júní október nóvember desember
 - 2004
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
 - 2003
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember
 
			
					
			