Fréttir
Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun í strjálbýli árið 2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 10 milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018 en alls voru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstunni.
Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin koma m.a. til með að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.
Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra. Valnefnd bárust tuttugu umsóknir vegna framlaga til verslunar í strjálbýli. Sótt var um samtals kr. 65.286.756,- fyrir árið 2018 en samtals var sótt um kr. 202.245.756,- fyrir tímabilið 2018-2022.
Verkefnin sem hljóta styrk eru:
- Búðin Borgarfirði. Gusa ehf. hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr. fyrir árið 2018.
- Verslun í Norðurfirði í Árneshreppi. Árneshreppur fær styrk að upphæð 7.200.000 kr. til þriggja ára eða kr. 2.400.000 kr. á ári 2019-2021.
- Verslun í Hrísey. Hríseyjarbúðin ehf. fær styrk að upphæð 6.300.000 kr. sem dreifist þannig: 300.000 kr. árið 2018, en 2.000.000 kr. árlega 2019-2021.
- Strandakjarni í Hólmavík. Kaupfélag Steingrímsfjarðar hlýtur styrk að upphæð 3.300.000 kr. fyrir árið 2018.
- Raufarhöfn til frambúðar. Verslunin Urð ehf. fær styrk að upphæð 5.500.000 kr. sem dreifist þannig: 3.000.000 kr. fyrir árið 2018 og 2.500.000 kr. árið 2019.
- Verslunarrekstur í Grímsey. Kríuveitingar hlýtur styrk að upphæð 2.400.000 kr. fyrir árið 2018.
Í valnefndinni sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar. Með valnefnd störfuðu Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember