Fara efni  

Frttir

Toppfiskur a hefja vinnslu Bakkafiri

Byggðastofnun hefur selt Toppfiski ehf. allar fasteignir og tæki sem áður voru í eigu Gunnólfs ehf. á Bakkafirði.

Frá undirritun samningsByggðastofnun leysti þessar eignir til sín á nauðungarsölu í október síðast liðnum. 

Toppfiskur er reykvískt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1979.  Fyrirtækið telur nú um 80 starfsmenn og framleiðir yfir 10.000 tonn af ýsu og þorski á ári, og selur meginhluta afurða sinna til Bretlands. 

Toppfiskur hefur nú þegar samið við útgerðaraðila á svæðinu um hráefniskaup og vinnur nú að ráðningu starfsfólks.  Reiknað er með að vinnsla hefjist eftir um 2 vikur.  Byggðastofnun bindur miklar vonir við að innkoma svo öflugs fyrirtækis inn í atvinnulíf í Langanesbyggð verði til að styrkja búsetu á svæðinu.

 


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389