Fréttir
Tryggjum landsbyggðunum aðgengi að sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu
Nýta mætti heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að veita tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána í þeim tilgangi að fá fleiri sérfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum þar sem er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur skortur á fólki með tiltekna menntun. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps á vegum heilbrigðisráðherra sem falið var að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmiss konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu. Reinhard Reynisson, sérfræðingur hjá Byggðastofnun, var formaður hópsins.
20% árleg lækkun höfuðstóls námslána
Hópurinn telur að beita þurfi hagrænum hvötum í byggðaþróun, m.a.í gegnum Menntasjóð námsmanna og leggur meðal annars til að auglýstar verði ívilnanir sem feli í sér árlega 20% lækkun á höfuðstóli námslána en þó með krónutölu þaki á hvern lánþega sem uppfyllir skilyrði þess að fá ívilnun. Hún gildi í tvö til fimm ár gagnvart hverjum lánþega.
„Markmiðið er að skapa sérstakan hvata fyrir fólk að sækja sér tiltekna menntun og starfa í tiltekinni starfsgrein annars vegar og hins vegar að beita umræddri ívilnun til að bregðast við skorti á menntuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum. Ívilnunin verði bundin því skilyrði að lánþegi, sem búsettur er á viðkomandi svæði, nýti menntun sína til starfa í a.m.k. 50% starfshlutfalli í viðkomandi byggð í að lágmarki tvö ár,“ segir í kynningu heilbrigðisráðuneytisins á tillögunum. Samkvæmt grófu kostnaðar mati gætu ívilnanirnar kostað um 70-100 milljónir á ári á skilgreindum svæðum. Ívilnun hvers og eins lánþega námslána geti að jafnaði jafngilt 70 þúsund króna hækkun mánaðarlauna fyrir skatt.
Að norskri fyrirmynd
Núgildandi lög um ívilnanir námslána eru byggð á norskri fyrirmynd. Hópurinn gerir ekki beina tillögu um hvaða námsgreinar á heilbrigðissviði eigi að hljóta ívilnun og segir í skýrslunni erfitt að meta þann fjölda sem myndi falla undir skilyrði ívilnunar.
Ítarlega er fjallað um hvernig útfæra mætti þessar heimildir til ívilnana í skýrslunni sem hér má finna.
Samkvæmt lögum skulu Byggðastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga meta þörf fyrir heilbrigðisstarfsfólk í einstökum byggðarlögum og mikilvægi þess að bregðast við mönnunarvanda og leggur hópurinn til að sú vinna verði hafin nú þegar.
Heilbrigðisráðherra skipaði Í samræmi við byggðaáætlun starfshóp í desember 2022 undir forystu Byggðastofnunar um leiðir til að jafna aðgengi landsmanna, óháð búsetu, að ýmiskonar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði. Hópurinn skilaði tillögum í lok maí s.l. um hvernig nýta megi sérstök ákvæði um ívilnun í lögum um Menntasjóð námsmanna til að styrkja mönnun heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum. Unnið er með tillögurnar í heilbrigðisráðuneytinu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember