Fréttir
Tvö byggðarlög að hefja þátttöku í Brothættum byggðum
Um þessar mundir er verið að hefja tvö verkefni í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í samstarfi Byggðastofnunar, landshlutasamtaka og heimaaðila.
Stöðvarfjörður. Í samræmi við ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar er hafin vinna að verkefninu Brothættar byggðir á Stöðvarfirði í samstarfi Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, SSA, Austurbrúar og íbúa Stöðvarfjarðar. Stjórn verkefnisins, skipuð fulltrúum ofangreindra aðila, hefur undanfarnar vikur unnið ötullega að undirbúningi íbúaþings sem markar upphaf að samráði við íbúa í verkefninu. Íbúaþingið verður haldið dagana 5. – 6. mars n.k. og þar mun þátttakendum gefast tækifæri til að koma áherslumálum á dagskrá og reifa þau með öðrum þátttakendum þingsins. Nánari upplýsingar um þingið má sjá á mynd með fréttinni. Þá hafa orðið þau ánægjulegu tímamót að búið er að ráða Valborgu Ösp Warén sem verkefnisstjóra Brothættra byggða á Stöðvarfirði og er hún boðin velkomin til starfa. Verkefnisstjóri mun sækja þingið. Gera má ráð fyrir að íbúar velji verkefninu vinnuheiti á íbúaþinginu og verður fróðlegt að sjá hvert heitið verður.
Dalabyggð. Í samræmi við ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar er hafin vinna að verkefninu Brothættar byggðir í Dalabyggð í samstarfi Byggðastofnunar, Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og íbúa Dalabyggðar. Stjórn verkefnisins hóf nýlega störf og hefur hafið undirbúning að íbúaþingi dagana 26.-27. mars n.k. Íbúaþingið verður auglýst í staðarmiðlum á næstu dögum. Auglýst hefur verið eftir verkefnisstjóra og er umsóknarfrestur til 7. mars 2022, sjá hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember