Fara efni  

Frttir

Um 20% styrkja r opinberum sjum til atvinnuskpunar kvenna

Byggðastofnun hefur lokið við skýrslu um skiptingu fjár úr opinberum sjóðum milli karla og kvenna. Í niðurstöðum kemur fram að af úthlutuðum fjármunum þeirra sjóða sem skýrslan nær til runnu um 20% til atvinnusköpunar kvenna á árabilinu 1997-2002.

Byggðastofnun hefur lokið við skýrslu um skiptingu fjár úr opinberum sjóðum milli karla og kvenna. Í niðurstöðum kemur fram að af úthlutuðum fjármunum þeirra sjóða sem skýrslan nær til runnu um 20% til atvinnusköpunar kvenna á árabilinu 1997-2002.

Ennfremur kemur fram að árið 1997 voru konur 7% nefndafólks í opinberum sjóðum, en konur voru flestar árin 2000-2001, eða 21%. Árið 2002 voru konur 19% móti 81% karla. Í skýrslunni segir að ef þróunin verður með líkum hætti næstu árin, þ.e. að konum í úthlutunarnefndum fjölgi að meðaltali um 10% á fimm ára tímabili, megi ætla að hlutfall kvenna og karla í sjóðum sem til umfjöllunar eru í skýrslunni verði jafnt árið 2018.


Byggðastofnun var falið að annast úttektina og er hún liður í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum sem samþykkt var árið 2000. Höfundar skýrslunnar eru Sigríður Elín Þórðardóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir, starfsmenn á þróunarsviði Byggðastofnunar. 

Lesa skýrslu


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389