Fara efni  

Frttir

Unni me bum brothttum byggum

Unni me bum  brothttum byggum
Fr fundinum Breidalsvk

Síðustu vikur hafa fulltrúar Byggðastofnunar fundað í þremur „brothættum byggðum,“ byggðarlögum sem átt hafa við viðvarandi fólksfækkun að etja. Um er að ræða Breiðdalshrepp, Bíldudal og Skaftárhrepp en fundirnir eru liður í verkefni stofnunarinnar um „Brothættar byggðir“. Verkefnið hófst á Raufarhöfn þar sem haldið var íbúaþing í janúar síðastliðnum og er nú verið að fylgja niðurstöðum þess eftir. Fyrstu skrefin þar þykja lofa góðu, en lögð er áhersla á að tengja saman markvissa vinnu með íbúum, sveitarfélagi og stofnunum.

Þeir þrír staðir sem nú verða fyrir valinu eiga það sameiginlegt að þar hefur orðið mikil fólksfækkun á síðustu árum, ekki síst í yngri aldurshópum. Afleiðingin er meðal annars fá börn á skólaaldri og hækkandi meðalaldur. Þegar samfélagið eldist fjölgar þeim sem búa einir, oft í stórum húsum og það er ein orsök húsnæðisskorts í sveitarfélögunum. Uppbygging í ferðaþjónustu hefur verið töluverð en er mjög árstíðabundin enn sem komið er. Ástæðurnar fyrir þessari þróun, aðstæður og mögulegar lausnir eru hins vegar mismunandi milli staðanna og því verður verkefnið lagað að hverjum þeirra fyrir sig.  

Á Bíldudal, sem er hluti Vesturbyggðar á sunnunanverðum Vestfjörðum, hefur íbúum fækkað þrátt fyrir næga atvinnu. Þar er unnið að undirbúningi að umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað fjölda nýrra starfa. Það gætu þó verið tvö til þrjú ár þar til uppbyggingin verður að veruleika og því mögulegt að fólki að haldi áfram að fækka á staðnum áður en starfsemin hefst. Viðfangsefnið á Bíldudal er því m.a. að búa samfélagið undir að taka við svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði sem farsælust.

Skaftárhreppur í Vestur Skaftafellssýslu er annað landstærsta sveitarfélag landsins með aðeins 443 íbúa.  Staða sveitarfélagsins er veik. Langt er fyrir íbúana að sækja þjónustu, því verða þeir að geta fengið úrlausn flestra sinna mála innan svæðisins.  Í Skaftárhreppi er næg atvinna í tengslum við ferðaþjónustu á sumrin, en töluverður húsnæðisskortur er í sveitarfélaginu.

Í Breiðdalshreppi á Austurlandi er sjávarþorpið Breiðdalsvík þar sem breytingar á byggðakvóta og bætt hafnaraðstaða gæti skipt sköpum til nýrra sóknarfæra. Þar hefur átt sér stað töluverð uppbygging í ferðaþjónustu, m.a. í dreifbýli sveitarfélagins, en hún er þó að mestu bundin við sumarmánuðina. Sveitarfélagið situr uppi með margar félagslegar íbúðir og á í fjárhagserfiðleikum.

Haldnir verða íbúafundir og íbúaþing á hverjum þessara staða á haustmánuðum. Um er að ræða athyglisverða tilraun. Heimamenn hafa tekið þessu frumkvæði Byggðastofnunar fagnandi og er því vænst virkrar þátttöku íbúa á hverjum stað.

Nánari upplýsingar veitir:
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, sími 455 5400


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389