Fara í efni  

Fréttir

Upplýsinga aflađ um endurgreiđslureglur erlendis

Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við Lánasjóð íslenskra námsmanna aflað upplýsinga frá Noregi um reglur um afslátt frá endurgreiðslu námslána sem gilda fyrir háskólamenntað fólk sem býr í nyrstu héruðum Noregs og nokkrum öðrum svæðum þar í landi. Einnig hefur verið tekið saman yfirlit yfir helstu atriði sem taka þyrfti afstöðu til verði hliðstæðar reglur teknar upp hér á landi. Athugunin hefur leitt í ljós að afsláttarreglur í Noregi eru töluvert flóknar og er talið líklegt að afsláttarreglur sem settar yrðu hér á landi yrðu jafnvel flóknari vegna þess að staðhættir eru ólíkir. Áfram verður unnið að athugun á málinu.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389