Fara í efni  

Fréttir

Uppskera á Bakkafirði

Uppskera á Bakkafirði
Hluti styrkþega á Bakkafirði 2022.

Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 12:00 fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022. Þá fór einnig fram undirritun samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa.

Samfélagssáttmáli milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa

Bakkafjörður hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2019 undir heitinu Betri Bakkafjörður.

Til að vel takist til með að endurreisa atvinnulíf og byggð við Bakkaflóann, er ljóst að allir þurfa að leggjast á árar. Samstillt átak íbúa, sveitarfélags, landshlutasamtaka og ríkis er lykillinn að velgengni í verkefninu. Því hefur verið lögð áhersla á aðkomu ríkisins og stofnana þess að sérstökum sáttmála til stuðnings framlagi íbúa og fyrirtækja við Bakkaflóa og sveitarfélags. Með undirritun sinni staðfesta allir aðilar samningsins ríkan samstarfsvilja með formlegum hætti. 

Aðdragandinn hefur verið langur, en tillaga um sáttmála sem þennan var fyrst lögð fram í skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, frá 16. nóvember 2018. Þegar nýstofnað Hverfisráð Bakkafjarðar tók til starfa árið 2020 skapaðist formlegur samráðsvettvangur milli íbúa og sveitarfélags og hafa íbúar frá þeim tíma verið leiðandi í þessari vinnu allri. Samfélagssáttmálinn byggir m.a á tillögum hverfisráðs og endurspeglar þannig áherslumál íbúa.

Hér má sjá samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa.

Tíu samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 21. janúar sl. var úthlutað  8.800.000 krónum úr verkefninu Betri Bakkafjörður til tíu samfélagseflandi verkefna á árinu 2022. Auglýst var eftir umsóknum í nóvember síðastliðinn, sautján umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 42,9 milljónir. Til úthlutunar er fjármagn að upphæð kr. 7.000.000 krónur millj. sem koma í gegnum verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2022, auk þess kr. 1.800.000 sem verkefnisstjórn hefur innkallað frá fyrri úthlutunum. Alls er því úthlutað 8.800.000 krónum.  Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni. Verkefni til að mynda um orkunýtingu, sögusýningu, handverksfyrirtæki, markaðsþjónustu, og menningarhátíðir. Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði samfélagsins við Bakkaflóa, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.
Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Hér má sjá yfirlit styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar árið 2022.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389