Fara efni  

Frttir

tflutningsaukning og hagvxtur

Á dögunum lauk verkefninu útflutningsaukning og hagvöxtur.  Um er að ræða þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. 

Útflutningsráð leiðir verkefnið, en samstarfsaðilar eru Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Landsbanki Íslands, Bakkavör, Samtök iðnaðarins og Félag kvenna í atvinnurekstri. 

Verðlaun fyrir bestu markaðsáætlunina hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklettur hf. á Suðureyri.  Byggðastofnun hefur staðið myndarlega við bakið á félaginu sem er einn af stærri viðskiptamönnum hennar á norðanverðum Vestfjörðum.  Af þeim 12 fyrirtækjum sem þátt tóku í verkefninu eru 6 í viðskiptum við stofnunina.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389