Fréttir
Úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða
Með breytingu á lögum nr 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Alþingi að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskígildislestum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem:
- standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi,
- eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu,
- eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.
Í því skyni er stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:
- skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
- stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og dregur sem mest úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna.
Byggðastofnun vinnur nú að nánari útfærslu og smíði reglna um úthlutun þessa byggðakvóta. Til athugunar er að við val á sjávarbyggðum sem til greina koma verði byggt á eftirfarandi þáttum:
- Íbúar sjávarbyggðarinnar séu 400 eða færri
- Íbúum hafi fækkað um a.m.k. 10% sl. 10 ár
- Akstursfjarlægð frá byggðakjarna sem telur meira en 1.000 íbúa sé a.m.k. 20 km.
- Sjávarbyggðin tilheyri vinnusóknarsvæði sem telur færri en 10 þúsund íbúa.
- Hlutfall starfa við veiðar og vinnslu í sjávarbyggðinni sé a.m.k. 20% allra starfa.
Byggðastofnun óskar eftir ábendingum og athugasemdum við þetta fyrirkomulag, og annað sem þú telur máli skipta við ráðstöfun þessara heimilda, áður en reglur verða settar um úthlutun þeirra. Þeim má koma á framfæri bæði skriflega, eða á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is til og með 23. ágúst næst komandi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember