Fara efni  

Frttir

Vgi starfa fiskveium og -vinnslu

Vægi fiskveiða og –vinnslu er misjafnt eftir sveitarfélögum á landinu.  Í  sumum sveitarfélögum er vægið mjög mikið en getur líka verið misjafnt eftir byggðarlögum í sama sveitarfélagi.  

Þróun íbúafjölda sveitarfélaga síðustu ár og áratugi hefur haldist í hendur við þróun atvinnuvega.

Tæknivæðing í frumgreinum og vinnslu sjávarafurða hefur aukist og starfsfólki í þessum greinum hefur því fækkað. Störfum hefur fjölgað í þjónustu og ýmsum vaxandi greinum, kvóti verið fluttur milli landshluta og búferlaflutningar hafa verið miklir.

Á kortunum hér á síðunni má fá yfirlit yfir vægi fiskveiða og –vinnslu eftir sveitarfélögum. Á öðru er sýnt í hvaða sveitarfélögum störf í fiskveiðum og vinnslu voru yfir 10% af heildarfjölda starfa árið 2005 og á hinu er sýnt hvernig þróun íbúafjöldans hefur verið frá 1997 til 2006 í sveitarfélögum þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu var yfir 10% árið 2005. Af þessu má að nokkru leyti sjá hvar atvinnuöryggi fólks steðjar mest ógn af skerðingu á þorskkvóta.

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri upplausn
Þróun íbúafjölda 1997-2006 í sveitarfélögum þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu var yfir 10% árið 2005.

Smelltu á myndina til að sjá hana í stærri upplausn
Hlutfall starfa í fiskvinnslu og veiðum eftir atvinnugreinum og búsetu 2005.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389