Fara í efni  

Fréttir

Vegvísir.is - tímamót í miðlun upplýsinga um samgöngur, fjarskipti og byggðamál

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða. Á vefnum eru upplýsingar um markmið, aðgerðir, fjármagn, framvindu og árangur í þremur lykiláætlunum ráðuneytisins – samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði vefinn formlega á kynningarfundi um Vegvísi í dag: „Það er afar þýðingarmikið að efla stafræna þjónustu og veita enn betri aðgang að opinberum gögnum. Það er því sérstakt gleðiefni að geta nú gefið fólki kost á að fylgjast með fjölmörgum verkefnum og framkvæmdum hins opinbera á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála á nýjum og glæsilegum upplýsingavef,“ sagði ráðherra.

Á Vegvísi er hægt að skoða markmið, einstök verkefni, raunstöðu þeirra og þá mælikvarða sem notaðir eru til að meta árangurinn. Á einfaldan hátt er hægt að sjá að hverju er verið að vinna í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og fagstofnunum sem undir það heyra.

„Þetta er stórmerkilegt nýsköpunar- og umbótaverkefni sem greiðir aðgang almennings að upplýsingum og hvetur til samtals um málefni og áætlanir ráðuneytisins,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Kortasjá er sögu ríkari

Hægt er að skoða aðgerðir og framkvæmdir ýmist á korti (kortasjá) eða í lista (aðgerðayfirlit). Hægt er að kalla fram ýmsar upplýsingar eftir áætlunum og leitarskilyrðum. Til að fá fram ítarlegri upplýsingar um hverja aðgerð er smellt á viðeigandi tákn á kortinu. Þá er hægt að skoða allar upplýsingar og framvindu verkefna eftir landshlutum.

Þrjár af áætlunum ráðuneytisins; samgönguáætlun, byggðaáætlun og fjarskiptaáætlun eru settar fram á vefnum með mun aðgengilegri hætti en áður. Þær verða áfram aðgengilegar í þingskjölum eins og tíðkast hefur um langt skeið. Stefnt er að því að upplýsingar um verkefni og mælikvarða úr sveitarstjórnaráætlun bætist við fyrr en síðar.

Vegvísir sýnir hvað er á áætlun og hvaða árangri hefur verið náð. Vegvísir sýnir stöðu verkefna og hvar á landinu aðgerðir og framkvæmdir eiga sér stað með nákvæmu hniti. Einnig má sjá hvernig fjármagn skiptist, í hvaða aðgerðir og til hvaða svæða. Skoða má landið allt, einstaka landshluta eða afmarkað svæði.

Hægt er að skoða allar áætlanir í einu, einstaka áætlun eða tiltekinn hluta af áætlun. Sem dæmi er hægt að skoða allar aðgerðir byggðaáætlunar á landsvísu, eingöngu aðgerðir byggðaáætlunar á Vestfjörðum eða tiltekna tegund aðgerða byggðaáætlunar á Vestfjörðum t.d. styrki til verslana eða fjarheilbrigðisþjónustu.

Vegvísir er unnin í samstarfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og stofnana ráðuneytisins sem eru: Byggðastofnun, Póst- og fjarskiptastofnun, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofa, Vegagerðin og Þjóðskrá Íslands. Eins veitir Isavia upplýsingar um stöðu verkefna á flugvöllum.

Fréttin er tekin af vef Stjórnarráðsins


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389