Fara í efni  

Fréttir

Vel heppnađur kynningarfundur á Norđurslóđaáćtlun 2007-2013

Þann 25. september s.l. var haldinn kynningarfundur um Norðurslóðaáætlun  2007-2013 á Grand Hótel í Reykjavík.  Fundinn sótti nærri 50 lykilaðilar er varðar framgang áætlunarinnar hérlendis og var það langt fram úr vonum.

Fyrirlesarar voru þau Claire Matheson frá skrifstofu áætlunarinnar í Kaupmannahöfn og Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun,  tengiliður áætlunarinnar á Íslandi. 

Eftir fyrirlestra var lífleg pallborðsumræða sem í  tóku þátt Jóna Matthíasdóttir verkefnisstjóri Snow Magic verkefnisins, Helgi Thorarensen deildarstjóri Háskólans á Hólum, Þórarinn Sólmundarson Byggðastofnun og  Davíð Stefánsson Capacent hf sem jafnframt stjórnaði umræðum.

Fram kom á fundinum að vel hafi tekist til við framkvæmd síðustu áætlunar og  ljóst að mikil tækifæri liggja í nýrri áætlun sem er með nýjum áherslum, auknu fjármagni og stækkuðu starfssvæði.

  

Hægt er að nálgast fyrirlestra kynningarfundarins hér fyrir neðan

Objectives, Priorities and Concepts

Introduction to NPP 2007-2013

Verkefnayfirlit Frá hugmynd að umsókn


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389