Fara í efni  

Fréttir

Vel heppnuð náms- og kynnisferð til Noregs

Vel heppnuð náms- og kynnisferð til Noregs
Frá heimsókn í Nordic innovation

Hópur starfsmanna frá Byggðastofnun, landshlutasamtökunum og byggðamálaráði hélt í víking til Noregs í nokkra daga um miðjan maí í náms- og kynnisferð. Markmiðið var að heyra um og læra af frændþjóð okkar varðandi byggðamál í víðu samhengi og efla tengslanetið. Hópurinn dvaldi bæði í Osló og í Þrándheimi og gafst tækifæri til að hitta fjölda sérfræðinga sem starfa innan byggða- og atvinnumála, og/eða í nýsköpunargeiranum í Noregi.  

Meðal þeirra stofnana sem heimsóttar voru var Norræni nýsköpunarsjóðurinn (Nordic Innovation), en markmið sjóðsins er að stuðla að því að Norðurlöndin séu leiðandi í sjálfbærni, nýsköpun og að nýsköpunarfyrirtæki séu samkeppnishæf. Sendiherra Íslands, Högni Kristjánsson og hans starfsfólk í Osló, tók einnig á móti hópnum ásamt íslenskum frumkvöðlum, þeim Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Pipar/TBWA og Erni Thompsen framkvæmdastjóra Arctic Trucks en þeir hafa haslað sér völl í atvinnulífi í Noregi. Í þeirri heimsókn hitti hópurinn einnig þær Steinunni Þórðardóttur sem er formaður norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Sigríði Þormóðsdóttur hjá Standard Norge en þær stöllur greindu frá sínum starfsvettvangi og hugmyndum sínum um möguleika til nýsköpunar á breiðum grunni.

Hópmynd eftir fræðslukvöld á vegum Sendiráðs Íslands í Osló.

Í Þrándheimi undirbjuggu heimamenn ráðstefnu fyrir hópinn þar sem ýmsir aðilar héldu framsögu um byggðatengd málefni. Þar komu að máli aðilar úr stjórnsýslu Þrændalaga, fulltrúar úr atvinnulífinu, fulltrúar úr háskólaumhverfinu og fleiri. Mörg áhugaverð erindi voru flutt m.a. um orkumál, nýsköpun, laxeldi, ferðaþjónustu, sameiningu sveitarfélaga, svæðisbunda verðmætasköpun, mikilvægi menntunar og rannsókna og fleira. Íslenski hópurinn kynnti einnig það helsta sem er efst á baugi í byggðamálum á Íslandi auk þess að kynna stuttlega starfsemi Byggðastofnunar, landshlutasamtakanna og byggðamálaráðs. Miklar og góðar umræður sköpuðust á ráðstefnunni á milli aðila um fjölbreytt viðfangsefni og ljóst að hugmyndir um frekara samstarf fengu byr undir báða vængi.

Mynd frá fræðslu- og tengslamyndunarráðstefnu í Þrándheimi.

Auk ráðstefnunnar heimsótti hópurinn rannsóknarstofnun um byggðamál í Þrándheimi, Ruralis, en þar fékkst innsýn í fjölbreytt rannsóknarstarf sem varpar ljósi á byggðaþróun í Noregi. Það er gagnlegt að skoða þróun byggðar hjá nágrannaþjóð okkar og bera saman við byggðaþróun á Íslandi. Yfirlit og innsýn í rannsóknir sem hafa verið gerðar og/eða eru yfirstandandi í Noregi um byggðatengd málefni, munu efalítið verða gott innlegg í áframhaldandi rannsóknir í byggðamálum hér á landi.

Hópurinn hlýddi á fjölda áhugaverðra kynninga frá rannsakendum innan Ruralis, rannsóknarstofnun um byggðamál í Þrándheimi.

Auk þess sem ferðalangar fengu innsýn í norskt samfélag og ný og/eða efld tengsl við norskt samstarfsfólk þá gefur slík náms- og kynnisferð einnig ný tækifæri til að efla tengslanetið innan hópsins sem starfar dreift vítt og breytt í landsbyggðunum. Það er samdóma álit þátttakenda í ferðinni að vel hafi verið staðið að ferðinni á allan hátt og á þar fararstjórinn hún Ragnhildur Friðriksdóttir hjá Byggðastofnun miklar þakkir skildar, sem og allir þeir aðilar sem tóku á móti hópnum hið ytra.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, kynnir landshlutasamtökin og störf þeirra á ráðstefnunni í Þrándheimi.

Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs og staðgengill forstjóra Byggðastofnunar, kynnir Byggðastofnun og starfsemi hennar á ráðstefnunni í Þrándheimi.

 

Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, kynnir landshlutasamtökin og störf þeirra á ráðstefnunni í Þrándheimi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389