Fara í efni  

Fréttir

Vel sóttur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafjörður

Vel sóttur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafjörður
Oddvitar klippa á borða við útsýnispall

Í gær, fimmtudaginn 18. ágúst var boðað til íbúafundar í verkefninu Betri Bakkafjörður, sem er samstarfsverkefni Langanesbyggðar, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og íbúa Bakkafjarðar og Byggðastofnunar undir hatti Brothættra byggða.

Vel var mætt á fundinn. Þar fór verkefnisstjóri, Gunnar Már Gunnarsson, yfir það helsta sem hefur verið á dagskrá verkefnisins, svo sem hvernig gengur að ná þeim markmiðum sem íbúar og verkefnisstjórn settu sér í upphafi verkefnisins. Fjórir fulltrúar styrktra verkefna kynntu sín verkefni, þeir Birgir Ingvarsson, Mariusz Mozejko, og Reimar Sigurjónsson og Áki Guðmundsson. Um er að ræða undirbúning að safni um baráttu Bakkfirðinga við að koma upp síldarvinnslu á síðustu öld, að koma upp þjónustu í bíla- og vélaviðgerðum, vinnslu á rekaviði og endurbyggingu á einu af elstu húsum Bakkafjarðar. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi þessara verkefna á komandi misserum og árum. Fjölmörg önnur verkefni hafa hlotið stuðning frá því að verkefnið Betri Bakkafjörður hófst og sum hver hafa klárast og önnur eru á góðri leið. Örfá dæmi eru um að styrkt verkefni nái ekki flugi af ýmsum ástæðum en þá hefur þeim fjármunum verið úthlutað til nýrra verkefna. Verkefnisstjóri fór ennfremur yfir stuðning sem hefur fengist úr öðrum sjóðum á verkefnistímanum og nemur sú fjárhæð alls rúmum 36 milljónum króna. Þessi stuðningur sýnir aukið frumkvæði heimaaðila til að sækja um styrki og er afar mikilvægt innlegg í verkefnið Betri Bakkafjörð.

Að loknum kynningum skiptu fundarmenn sér í þrjá umræðuhópa sem ræddu mögulega aðlögun á markmiðum verkefnisins og þá voru hugmyndir um ný markmið skoðaðar. Verkefnisstjóri og verkefnisstjórn munu vinna úr hugmyndum og ábendingum fundarmanna og væntanlega gefa út endurskoðaða verkefnisáætlun í kjölfarið.

Að afloknum fundi færðu fundarmenn sig niður á Hafnartangann þar sem nýr og sérstaklega smekklegur útsýnispallur við gömlu hafnarmannvirkin var formlega vígður. Guðmundur Vilhjálmsson greindi frá aðdraganda og framkvæmdum sem voru á könnu Garðvíkur ehf á Húsavík og fleiri fyrirtækja. Verkefnastjóri og starfandi sveitarstjóri, Valdimar Halldórsson flutti ávarp og prestur Bakkfirðinga og Vopnfirðinga, Þuríður Björg Wium Árnadóttir blessaði pallinn og  notkun hans. Að þessu loknu klipptu fyrrverandi og núverandi oddvitar Langanesbyggðar, þeir Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson á borða. Veðrið lék við gesti á þessum vel heppnaða palli. Gerð hans var styrkt af Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, Langanesbyggð og Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar. Eftir vígsluna bauð Langanesbyggð fundar- og vígslugestum í pizzuveislu í veitingaaðstöðu NorthEast við Hafnartangann.

 

Myndir Kristján Þ. Halldórsson


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389