Fara efni  

Frttir

Verkefnastefnumt Norurslatlunar Ume Svj

Dagana 2 - 3. september var haldið verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunar í Umeå Svíþjóð.


Stjórn Norðurslóðaáætlunar hafði skilgreint  þrár  verkefnaáherslur sem meginumfjöllunarefni þessa fundar sem höfða  til alls starfssvæðis áætlunarinnar. Áherslurnar nú voru á verkefni er tengdust  almenningssamgöngum í dreifbýli, endurnýjanlegum orkugjöfum og uðpplýsingatækni.

Markmið slíkra funda er að stuðla að gerð forverkefnisumsókna. Ágætar líkur eru á að til verði forverkefni innan þessara þriggja  áhersla í  kjölfar fundarins og líklegt að Íslendingar taki þátt í a.m.k. verkefni er tengist almenningssamgöngum. 

Fjöldi sérfræðinga á ofangreindum sviðum sótti fundinn og ræddu fjölmargar verkefnahugmyndir og um mögulega samstarfsaðila á starfssvæði áætlunarinnar.

Kynningar og umsóknarform eru nú aðgengilegar hér

Forverkefni sem til verða í  kjölfar fundarins verða kynnt stjórn Norðurslóðaáætlunar í desember 2008.

Frekari upplýsingar veitir:

Þórarinn Sólmundarson
Byggðastofnun 
Sími: 455 5400 
Netfang: thorarinn@byggdastofnun.is


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389