Fara efni  

Frttir

Verkefni um sjvartengda ferajnustu

Verkefnið "Marine-Based Employment Opportunities (MBEO)", sem aðilar frá Íslandi, Írlandi og Noregi eiga aðild að, fékk nýlega forverkefnisstyrk frá Norðurslóðaáætluninni (NPP).


Það snýst um sjávartengda ferðaþjónustu. Að verkefninu standa aðilar frá land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, Háskólanum í Finnmörku í Norður-Noregi, og Teagasc-rannsóknastofnuninni á Írlandi, en síðastnefnda stofnunin leiðir verkefnið. Samstarfsaðilar í hverju landi eru allmargir og koma úr röðum fyrirtækja, atvinnuþróunarfélaga, sveitarfélaga og annarra sem láta sig varða atvinnumál og byggðaþróun í sjávarbyggðum þátttökulandanna.

Á Íslandi verða vestfirskar sjávarbyggðir í brennidepli, enda sjávartengd ferðaþjónusta í mikilli uppbyggingu á Vestfjörðum. Samstarfs hefur þegar verið leitað við ýmis fyrirtæki og einstaklinga  í ferðaþjónustu á svæðinu, sem hafa sýnt því mikinn áhuga. Háskólasetur Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða verða einnig aðilar að verkefninu. Í lok nóvember komu verkefnisaðilar frá aðildarlöndunum þremur saman í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði til að undirbúa ítarlega umsókn til NPP um þróunarverkefni í framhaldi af forverkefninu.

Þróunarverkefnið beinist að áherslu 1 í Norðurslóðaáætlun 2007–2013, sem er "Efling nýsköpunar og samkeppnishæfni svæða". Því verður ætlað að leiða í ljós tækifæri til nýsköpunar og verðmætaaukningar í greinum sem tengjast nýtingu sjávarauðlinda; að tengja saman menningararfleifð og staðbundna þekkingu heimafólks á auðlindum sjávar við sérfræðiþekkingu; að greina efnahagsleg áhrif, félagsleg áhrif og umhverfisáhrif af sjávartengdri ferðaþjónustu; og að stuðla að yfirfærslu þekkingar á þessu sviði til annarra byggðarlaga á því svæði sem Norðurslóðaáætlunin tekur til. Vonast er til að upp úr verkefninu spretti öflug samstarfsnet og hugmyndir um vörur og þjónustu sem þróa mætti áfram. Einnig er ætlunin að standa fyrir námskeiðum og ráðstefnum og almennt að leitast við að tryggja að nýsköpun í sjávartengdri ferðaþjónustu stuðli að sjálfbæru atvinnulífi og jákvæðri byggðaþróun.

Þeim sem áhuga  hafa á að fræðast frekar um verkefnið er bent á að hafa samband við Karl Benediktsson, prófessor (kben@hi.is) eða Katrínu Önnu Lund, lektor (kl@hi.is).


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389