Fara í efni  

Fréttir

Verkefnisstjóri kominn til starfa á Bakkafirđi í verkefninu Betri Bakkafjörđur

Verkefnisstjóri kominn til starfa á Bakkafirđi í verkefninu Betri Bakkafjörđur
Myndir tók Kristján Ţ. Halldórsson

Föstudaginn 8. júlí hittist verkefnisstjórn Betri Bakkafjarđar á fundi á Bakkafirđi. Verkefniđ er hluti af Brothćttum byggđum, verkefni Byggđastofnunar og samstarfsađila.

Á fundinn mćtti Ólafur Áki Ragnarsson sem fyrir skömmu var ráđinn verkefnisstjóri í verkefninu. Fyrir utan ađ bjóđa Ólaf Áka velkominn til starfa var á fundinum rćtt um mótun framtíđarsýnar og markmiđa fyrir verkefniđ. Ólafur Áki mun á nćstu vikum fylgja ţeirri umrćđu eftir og leggja drög ađ verkefnisáćtlun. Ef ađ líkum lćtur verđa drög ađ verkefnisáćtlun rćdd á íbúafundi á Bakkafirđi seinni hluta sumars eđa í haustbyrjun.

Fjallađ var um stöđu áforma er varđa uppbyggingu veitingaţjónustu og pöntunarţjónustu í verslunarhúsinu, sem einnig gćti gengt hlutverki nokkurs konar samfélagsmiđstöđvar á Bakkafirđi og uppbyggingu og rekstur gistiţjónustu í skólahúsinu. Fyrir skömmu ákvađ Samgöngu- og sveitarstjórnarráđuneytiđ ađ fylgja eftir vinnu ráđherraskipađrar nefndar um málefni Bakkafjarđar ađ styrkja ofangreind áform. Í lok fundarins voru samningar á milli verkefnisins Betri Bakkafjarđar og Ţorkels Gíslasonar forstöđumanns ţjónustuverkefnisins um nýtingu fjármunanna undirritađir í verslunarhúsinu.

Verkefnisstjóri og verkefnisstjórn Betri Bakkafjarđar. Á myndina vantar Hildu Jönu Gísladóttur. Mynd: KŢH.

 

Ólafur Áki Ragnarsson og Ţorkell Gíslason undirrita samninga. Mynd: KŢH.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389