Fara í efni  

Fréttir

Verzlunarfjelag Árneshrepps opnar verslun í Norđurfirđi

Mánudaginn 24. júní var formlega opnuđ verslun í Norđurfirđi í Árneshreppi ađ viđstöddu fjölmenni í blíđskapar veđri. Samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra opnađi verslunina og afhjúpađi nýtt skilti međ merki félagsins og gestum var bođiđ til kaffiveislu.

Rekstri verslunar var hćtt á seinni hluta síđasta árs og ţví engin verslun í Árneshreppi síđastliđinn vetur. Heimamenn tóku sig til og stofnuđu nýtt félag, Verzlunarfjelag Árneshrepps og fengu mjög jákvćđ viđbrögđ heimamanna og annarra velunnara Árneshrepps varđandi ţátttöku í félaginu. Skúli Gautason verkefnisstjóri í verkefninu Áfram Árneshreppur ađstođađi stjórnina viđ stofnun félagsins og undirbúning ađ verslunarrekstri en formađur stjórnar er Arinbjörn Bernharđsson. Verkefniđ Áfram Árneshreppur hefur stutt viđ verslunarrekstur í sveitarfélaginu og ţá úthlutađi samgöngu- og sveitarstjórnarráđherra styrk í desember 2018 til verslunarreksturs í Árneshreppi á grundvelli stefnumótandi byggđaáćtlunar fyrir árin 2018-2024.

Árný Björk Björnsdóttir frá Melum í Trékyllisvík hefur verđ fengin til ađ sjá um reksturinn í sumar. Ţađ var vel viđ hćfi ađ ráđherra var einn af fyrstu viđskiptavinunum sem Árný Björk afgreiddi.

Myndirnar međ fréttinni tók Kristján Ţ. Halldórsson, Byggđastofnun. 

 


Til baka

Fréttasafn

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389