Fréttir
Vopnafjörður - Leggjum áherslu á unga fólkið og gerum þetta saman
„Margt ungt fólk er að bugast í Reykjavík“, sagði einn fyrirlesara á málþingi á Vopnafirði, fimmtudaginn 27. apríl. Málþingið markaði lok verkefnisins „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi fyrir ári síðan, í apríl 2016.
Þrír ungir Vopnfirðingar fluttu erindi, þau Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, Þuríður Björg W. Árnadóttir, mag.theol. nemi og Egill Gautason landbúnaðarfræðingur. Auk þeirra fjallaði Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, um lýðræðisvitund og valdeflingu ungs fólks. Málþinginu lauk með umræðum í hópum, út frá yfirskrift málþingsins; „Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður – hvernig komumst við þangað?“
Vopnafjörður hefur margt að bjóða fólki sem sækist eftir nálægð við náttúru og minna stressi í daglegu lífi. Margir geta unnið hvar sem er, svo framarlega sem nettengingar eru góðar. Mikilvægt er að líta á börn og unglinga sem fullgilda borgara, hlusta á þau og styðja þau í að hafa hlutverk. Valdefling er mikilvæg, ekki síst fyrir stelpurnar, en rannsóknir sýna að stelpur á landsbyggðinni séu vansælli en strákar. Á uppvaxtarárunum mótast líka tengslin við heimabyggðina sem geta ráðið úrslitum um hvort þau velja að búa á Vopnafirði, þó þau fari e.t.v. í burtu til náms um tíma.
Rætt var um húsnæðismál og leiðir til að auka tengsl við unga, brottflutta Vopnfirðinga.
Viðhorf voru bæði fyrirlesurum og þátttakendum ofarlega í huga. Með tiltrú á samfélagið, stuðningi við frumkvöðla og virkri þátttöku, er allt hægt. Trúin á að hægt sé að verða hvað sem er, þó maður búi á Vopnafirði, ræðst m.a. af þeim viðhorfum sem ríkja á heimilunum, í skólunum og samfélaginu öllu.
Þá var horft á Vopnafjörð í samhengi við heiminn og rætt um mikilvægi þess að standa vörð um matvælaframleiðslu og hreinar afurðir. Staða loftslagsmála kallar á bindingu kolefnis og aukin áhersla á skógrækt og gróðursetningu getur fallið vel að breytingum í landbúnaði á svæðinu.
„Ef lifað er í fortíð, er ekki hægt að búa sig undir framtíðina“, sagði einn fyrirlesara. Á málþinginu var hugur í Vopnfirðingum, sem líta svo á að tvennt skipti mestu máli í því að efla Vopnafjörð til framtíðar, að leggja áherslu á unga fólkið og að þetta er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls.
Verkefnisstjórn, sem skipuð er fulltrúum frá Vopnafjarðarhreppi, íbúum, Austurbrú og Byggðastofnun mun nú vinna frekar úr niðurstöðum málþingsins. Hún skilar síðan af sér með vinnufundi með sveitarstjórn á komandi hausti, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið.
Hægt er að finna upptökur af erindum á málþinginu, á www.vopnafjardarhreppur.is.
Myndir eru frá Magnúsi Má Þorvaldssyni
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember