Fara efni  

Frttir

Vorfundur 2011

Þriðjudaginn 31. maí komu fulltrúar atvinnuþróunarfélaganna, vaxtarsamninganna og Byggðastofnunar saman til árlegs vorfundar. Mætt var frá öllum ofangreindum aðilum til fundarins sem haldinn var á Grand Hótel í Reykjavík.

Á fundinum var meðal annars fjallað um stoðkerfið og hugmyndir um breytingar á því, vinnu að sóknaráætlunum landshluta, framkvæmd vaxtarsamninga og NPP verkefnið um verslun í dreifbýli.

Líflegar umræður og skoðanaskipti fóru fram á fundinum en markmið vorfundanna er að vera vettvangur þar sem ofangreindir aðilar hittast og ræða þau mál og viðfangsefni sem efst eru á baugi í starfinu.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389