Fara efni  

Frttir

Vorfundur atvinnurunarflaga og Byggastofnunar

Árlegur vorfundur atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar var haldinn í Glym, Hvalfjarðarströnd, 6. maí 2008. Fulltrúar frá öllum átta atvinnuþróunarfélögum mættu til fundarins ásamt forstjóra og starfsmönnum af þróunarsviði Byggðastofnunar.


Á dagskrá voru þeir nýju samningar Byggðastofnunar og félaganna, breyttar áherslur sem samningarnir bera með sér og breyttur verkefnasjóður, samkeppnissjóður, félaganna. Að auki var rætt um skilgreiningu á vinnusóknarsvæðum og ákveðið að ráðast í hana í samstarfi félaganna og Byggðastofnunar. Víða eru skilvirk svæði áherslusvæði fyrir byggðaaðgerðir frekar en sveitarfélög, t.d. í Svíþjóð.

Þá voru flutt erindi um landshlutaáætlanir í tengslum við vaxtarsamninga, landupplýsingakerfi og verkefnaáætlanir í umsjón Byggðastofnunar sem fela í sér fjölþjóðlegt samstarf. Atvinnuþróunarfélögin hafa í vaxandi mæli gerst þátttakendur í slíkum verkefnum og það hefur leitt til nýsköpunar og fjölþjóðlegra tengslaneta sem eru mikilvæg fyrir starfsemi félaganna.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-16:00 | kt. 450679-0389