Fara efni  

Frttir

Byggastofnun tekur 3,2 milljara krna ln evrum og jenum

Byggðastofnun hefur tekið 3,2 milljarða króna lán í evrum og jenum. Askar Capital hafði milligöngu um lántökuna sem var gerð við erlendan banka.


Lántakan er liður í fjármögnun útlána stofnunarinnar, en  meðal hlutverka Byggðastofnunar er að undirbúa, skipuleggja og fjármagna verkefni og veita lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni. Þessi lántaka treystir enn frekar stöðu Byggðastofnunar til að gegna hlutverki sínu.

Askar Capital á í samstarfi við fjölda banka víða um heim og leitaði tilboða hjá þeim vegna lántöku Byggðastofnunar. Tilboð sem bárust voru metin út frá kjörum og fleiri þáttum. Askar Capital veitir stærri fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum aðstoð við áhættustýringu og fjármögnun.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar:„Í ljósi  erfiðra aðstæðna á lánamarkaði er afar ánægjulegt hve vel gekk að ljúka þessari erlendu lántöku,  og er það til merkis um sterka stöðu stofnunarinnar.  Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir okkur og traustvekjandi að sjá að erlendir bankar hafa trú á því sem við erum að gera.“

Þórður Jónasson, framkvæmdastjóri hjá Askar Capital:„Byggðastofnun er traustur lántakandi og fékk góðar viðtökur hjá þeim bönkum í tengslaneti okkar sem sérhæfa sig í lánveitingum til stofnana og sveitarfélaga. Miðað við núverandi stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gefur þessi lántaka tilefni til bjartsýni.“

Sauðárkróki, 19. september 2008


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389