Fara í efni  

Fréttir

Fjögur samstarfsverkefni með íslenskum þátttakendum fengu styrk frá Norðurslóðaáætluninni (NPA)

Fjögur samstarfsverkefni með íslenskum þátttakendum fengu styrk frá Norðurslóðaáætluninni (NPA)

Á stjórnarfundi Norðurslóðaáætlunarinnar sem haldinn var í Kaupmannahöfn í byrjun desember var samþykkt að styrkja átta ný samstarfsverkefni. Íslenskir aðilar taka þátt í fjórum nýjum verkefnum en auk þess eru íslenskir samstarfsaðilar í þremur verkefnum til viðbótar. Heildarstyrkur til verkefna sem íslenskir aðilar taka þátt nemur tæpum 202 milljónum króna. Íslenskir aðila fá rúmar 38 milljónir króna í styrk en mótframlag íslenskra þátttakenda er rúmar 27 milljónir króna.

Verkefnin með íslenskum þátttakendum eru:

Scientific Tourism sem er samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Skotlands og Grænlands. Íslenski þátttakandinn starfar hjá Rannsóknarsetri HÍ á Hornafirði. Verkefnisstjórinn er finnskur og starfar hjá University of Lapland, Arctic Centria. Í verkefninu mun vísindafólk og ferðaþjónustuaðilar vinna saman að því að búa til fræðsluefni sem nýtist við að miðla fræðslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á íslenska jökla og náttúru í samstarfslöndunum. Styrkur til verkefnisins er 683.231 evra en heildarkostnaður er 1.067.549 evrur.

Sustainable Resilient er samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Írlands og Norður-Írlands. Íslenski þátttakandinn stýrir verkefninu og starfar hjá Landbúnaðarháskólanum. Meginmarkmið verkefnisins efla seiglu strandsamfélaga með því að þróa verkferla með sveitarfélögunum með áherslu á snjallan bláan vöxt sem byggir á sjálfbærni, áætlanagerð, aðlögun, seiglu og umskipti. Styrkur til verkefnisins er 638.231 evra en heildarkostnaður er 999.014 evrur.

Disruptive Technologies in the Arctic Seafood Sector er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands og Noregs. Íslenski þátttakandinn starfar hjá Íslenska Sjávarklasanum. Verkefnisstjórinn er skoskur og starfar hjá Highlands and Islands Enterprise. Í verkefninu verður byggt á rannsóknum samstarfsaðilana en unnið verður með nýjar nálganir og lausnir sem geta nýst sjávarútvegsfyrirtækjum við að auka verðmæti afurða og efla sjálfbæra framleiðslu. Lögð verður áhersla á að þróa líkan sem tryggir að öll virðiskeðja sjávarafurða verði rekjanleik frá framleiðanda til neytenda. Styrkur til verkefnisisn er 85.002 evrur en heildarkostnaður er 155.004 evrur.

Pushing the Limits of Virtual reality in Cultural and Natural Heritage er samstarfsverkefni Íslands, Írlands og Skotlands. Íslenski þátttakandinn starfar hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Verkefnisstjórinn er írskur og starfar hjá Mayo County Council. Meginmarkmið verkefnisins er að nýta stafræna tækni til að kanna fortíð, nútíð og framtíð og hámarka samfélagslegan ávinning af náttúru- og menningararfleið. Sýndarveruleikinn verður nýttur til að tengja saman menningar- og náttúrminjastaði, til að auka upplifun og stjórna flæði gesta. Styrkur til verkefnisins er 99.200 evrur en heildarkostnaður er 153.773 evrur.

Starfsmaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili í verkefninu Rural Young Entrepreneurs meginmarkmið er að styðja við unga frumkvöðla í landsbyggðunum. Starfsmaður Reykjavíkurborgar er samstarfsaðili í verkefninu Disruptive Technologies Transforming NPA Communities sem mun vinna með tæknilegar lausnir sem styrkja inniviði og efla umhverfisvitund og nýsköpun í opinberum rekstri. Starfsmaður hjá Rannsóknarsetri HÍ á Hornafirði er samstarfsaðili í verkefinu A digital platform to enhance the market reach of creative SMEs by collecting, mapping and bringing stories to life.

Upplýsingar um öll átta samstarfsverkefnin sem voru samþykkt á stjórnarfundi 4. desember 2019 er að finna hér 

Íslenskir aðilar eru þátttakendur í 32 verkefnum af 58 sem stjórn NPA hefur samþykkt á yfirstandandi áætlunartímabili sem hófst 2014 og nær til ársloka 2020.

Stjórnarfundinum var ákveðið að auglýsa eftir svökölluðum brúar umsóknum í síðasta lagi haustið 2020 með áherslu á 

verkefni sem 

falla að markmiðum sem verða lagðar til grundvallar á næsta áætlunartímabili þ.e. 2021-2027. Með það markmið að leiðarljósi að ný verkefni geti hafist strax á fyrsta starfsári nýrrar Norðurslóðaáætlunar.

Nánari upplýsingar veitir landstengiliður NorðurslóðaáætlunarinnarSigríður Elín Þórðardóttir á netfangið sigridur@byggdastofnun.is eða í síma 4555400. Upplýsingar um áætlunina er að finna á www.byggdastofnun.is og www.interreg-npa.eu

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389