Fara í efni  

Fréttir

Forstöđumađur fyrirtćkjasviđs

Forstöđumađur fyrirtćkjasviđs
Skrifstofa Byggđastofnunar

Byggðastofnun óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann fyrirtækjasviðs.  Helstu verkefni fyrirtækjasviðs eru að halda utan um og greina lánsumsóknir og gera í þeim tillögur um afgreiðslu til lánanefndar og stjórnar.  Annast útborgun lána og eftirfylgni á lánstímanum.  Aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna í nánu samstarfi við þróunarsvið Byggðastofnunar. Forstöðumaður ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni þessara þátta, hefur umsjón með áhættumati útlánasafns og gerð tölfræðiupplýsinga sem því tengjast og vinnur að stefnumörkun fyrir starfsemi sviðsins í samráði við forstjóra og stjórn.  Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er staðgengill forstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Góð fjármálaþekking og reynsla af lána- og bankastarfsemi
 • Þekking eða reynsla af stjórnun og rekstri
 • Góð færni í að tjá sig í rituðu og töluðu máli

Starfið krefst:

 • Greiningarhæfni og eiginleika til að hafa góða yfirsýn
 • Mikillar hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæðis, áhuga og metnaðar í starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi
 • Nákvæmni agaðra vinnubragða og hæfni til að vinna undir álagi

Um starfið gilda verklagsreglur Byggðastofnunar um útlánastarfsemi, fjármála- og eignaumsýslu, og siðareglur Byggðastofnunar, sjá nánar á heimasíðu stofnunarinnar, http://www.byggdastofnun.is.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og samtaka atvinnulífsins.  Aðsetur Byggðastofnunar er á Sauðárkróki.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, eða í hans fjarveru Magnús Helgason forstöðumaður rekstrarsviðs, í síma 455-5400. Umsóknir skulu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is fyrir 24. september næstkomandi.


Til baka

Skráning á póstlista

 • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
 • Sími 455-5400
 • postur@byggdastofnun.is
 • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389