Fara í efni  

Fréttir

Líðan og seigla íslenskra bænda - lokaskýrsla

Líðan og seigla íslenskra bænda - lokaskýrsla
Bára Elísabet Dagsdóttir

Nýverið lauk Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri við rannsókn á líðan og seiglu íslenskra bænda sem Byggðastofnun styrkti úr Byggðarannsóknasjóði á síðasta ári. Rannsóknin fól í sér netkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en hún hefur ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Höfundur skýrslunnar er Bára Elísabet Dagsdóttir.

Niðurstöður netkönnunar meðal bænda voru bornar saman við hluta gagna úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022 sem embætti landlæknis stendur fyrir á fimm ára fresti. Þær benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig eru hlutfallslíkur (odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta.

Í niðurstöðum má jafnframt sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða áform um flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða en tekið er fram að vegna fárra svarenda sé mikil tölfræðileg óvissa um hversu mikill munur það er raunverulega. Erfitt er að draga ályktanir út frá þessum niðurstöðum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þó virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Vinnuálag bænda virðist vera mikið en stór hluti bænda telur sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis má sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða.

Nánari upplýsingar um rannsóknina má sjá í skýrslu RHA sem finna má hér.

Verkefnið Líðan og seigla íslenskra bænda var eitt þeirra fimm verkefna sem Byggðastofnun styrkti árið 2023 úr Byggðarannsóknasjóði. Opið er fyrir umsóknir úr Byggðarannsóknasjóði fyrir árið 2024, umsóknarfrestur er til til miðnættis 3. mars 2024. Sjá nánar í tilkynningu á vef Byggðastofnunar.

 

Byggðarannsóknarsjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389