Fara í efni  

Fréttir

Lokarannsókn meistaranema á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa

Lokarannsókn meistaranema á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa
Herdís Ýr Hreinsdóttir

Herdís Ýr Hreinsdóttir lauk nýverið prófi til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, en hún hlaut styrk frá Byggðastofnun til að ljúka þessu verkefni. Lokaverkefni hennar nefnist „Skemmtilegasti hluti stjórnsýslunnar“. Tilviksrannsókn á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaga á Íslandi.

Markmiðið með rannsókninni var  að kanna hversu almenn ráðning menningar- og ferðamálafulltrúa er í sveitarfélögum á Íslandi og rýna í hlutverk þeirra og verkefni í stjórnsýslueiningunni.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að af 69 sveitarfélögum eru 28 þeirra með starfandi fulltrúa til að sinna málaflokknum. Hlutfallslega eru flestir fulltrúarnir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í öðrum landshlutum er algengast að stærstu sveitarfélögin hafi haft bolmagn til að ráða inn fulltrúa. Þá sýna niðurstöður að verkefnasvið fulltrúanna er fjölbreytt. Þær sýna þó að helstu verkefnin eru þau sömu hjá fulltrúum en það mátti greina að verkefnin geta verið ólík eftir stærð og staðbundnum áherslum. Hlutverk fulltrúanna er að vera tengiliður á milli stofnana, fyrirtækja, íbúa og listafólks inn í stjórnsýsluna. Þá benda niðurstöður á að stofnanaumgjörð sveitarfélaga hafi áhrif á verkefnavalið. Fulltrúarnir upplifa sjálfræði og frelsi í starfinu og eru hluti af heildarkerfinu eins og nýjar stofnanakenningar gera ráð fyrir. Þá mátti greina að starfið sé ekki eins formlegt og önnur lögbundin störf inni í stjórnsýslunni og er starfinu lýst sem skemmtilega hluta stjórnsýslunnar.

Byggðastofnun óskar Herdísi Ýr til hamingju með þennan áfanga!

Nálgast má lokaverkefnið hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389