Fréttir
Rýnt í framtíðarþróun byggðar á Íslandi
Gerð verður tilraun til að spá fyrir um framtíðina á ráðstefnu sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir á Grand Hótel í Reykjavík 27. september kl. 13:00 til 17:00 „Búsetuþróun til 2030“.
Kynntar verða niðurstöður sviðsmyndagreininga fyrir búsetuþróun á Íslandi fram til 2030 og velt upp spurningunni um hvaða kraftar muni hafa áhrif á búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030. Leiða þeir til vaxandi fólksflótta frá landinu eða fjölgar landsmönnum svo um munar? Verður Ísland borgríki eða ná landsbyggðirnar jafnvægi? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun?
Sviðsmyndagreiningarnar eru hluti af vinnu við gerð byggðaáætlunar 2017–2023 og hefur staðið frá því í vor á vegum Framtíðarseturs Íslands.
Að lokinni kynningu Karls Friðrikssonar og Sævars Kristinssonar hjá Framtíðarsetrinu á sviðsmyndunum tekur Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, saman mikilvægustu niðurstöður og lýsir áhrifum sem þær kunna að hafa á þá byggðaáætlun sem nú er unnið að af hálfu stjórnvalda. Að því loknu ræða þátttakendur áhrif og viðbrögð í umræðuhópum með umræðustjórum. Umræðustjórar gera síðan grein fyrir niðurstöðum í ráðstefnulok.
Erindum ráðstefnunnar verður streymt á netinu á netinu. Upplýsingar um slóðin verða á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is og í framhaldinu verður hægt að sjá upptöku af erindunum þar ásamt færslum umræðustjóra í hópumræðunum.
Byggðaáætlun 2017–2023 er unnin samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2015. Hún skal ná til landsins alls, líka höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur sjö ára gildistíma í stað fjögurra og áhersla er lögð á samráð við þá sem hagsmuna eiga að gæta sem og samþættingu við aðra opinbera áætlanagerð.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember