Fréttir
Strategies for Interaction
8 maí, 2012
Í skýrslunni Strategies for Interaction and the Role of Higher Education Instituions in Regional Development in the Nordic Countries (2012) er skoðað hvernig háskólasamfélög og fræðasetur á Norðurlöndunum hafa mætt auknum kröfum sem gerðar eru til þeirra um meiri og virkari þátttöku í þróun og vexti í sínu nærumhverfi.
Lesa meira
Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar
26 apríl, 2012
Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Sauðárkróki í júní nk. Á fundinum verður í annað sinn veitt viðurkenning Byggðastofnunar undir heitinu „Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“.
Lesa meira
Sóknaráætlanir landshluta – Ráðning verkefnisstjóra
18 apríl, 2012
Sóknaráætlanir landshluta er eitt af samvinnuverkefnum Stjórnarráðsins, unnið út frá framtíðarsýn og stefnu ríkisstjórnarinnar, Ísland 2020. Markmiðið með sóknaráætlunum landshluta er að stuðla að umbótum í úthlutun almannafjár, framförum í samskiptum stjórnsýslustiga og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Leiðin að þessum markmiðum er að endurskipuleggja fjárframlög ríkissjóðs til landshluta og um leið að einfalda úthlutun þeirra.
Lesa meira
Byggkornið - Samið um leigu á húsnæði trésmíðaverkstæðis á Akranesi
13 apríl, 2012
Samningar hafa tekist milli
veðhafa þrotabús TH ehf. og SS verktaka um kaup á vélum á verkstæði þrotabúsins á Akranesi. Jafnframt hafa SS verktakar leigt
verkstæðishús að Hafnarbraut og Vesturgötu af Byggðastofnun, með möguleika á kaupum í framtíðinni, og þannig hefur
áframhaldandi starfsemi verið tryggð í húsunum en TH ehf. varð gjaldþrota nú í byrjun ársins.
Lesa meira
Tæki til sölu
12 apríl, 2012
Byggðastofnun auglýsir til sölu tæki úr þrotabúi KNH ehf. á Ísafirði. Lista yfir tækin má sjá hér. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 455-5400.
Lesa meira
Íbúaþróun uppfærð með tölum frá 2011
28 mars, 2012
Gagnagrunnur Byggðastofnunar um íbúaþróun hefur verið uppfærður
með tölum frá 1. desember 2010. Hægt er að skoða á myndrænan hátt íbúaþróun áranna 1997-2010 eftir kyni og aldri
í skráðum sveitarfélögum 1. desember 2010, einnig er hægt að skoða ákveðin landsvæði.
Lesa meira
Starf verkefnisstjóra sóknaráætlana landshluta
21 mars, 2012
Alls bárust 43
umsóknir um starf verkefnisstjóra sóknaráætlana landshluta, en umsóknarfrestur rann út þann 17. mars sl. Um er að ræða
starf verkefnisstjóra til að starfa með stýrineti ráðuneyta að gerð og útfærslu sóknaráætlana landshluta. Verið er
að vinna úr umsóknunum og er stefnt að því að ráða í starfið sem fyrst. Eftirfarandi sóttu um starfið:
Lesa meira
Þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði byggðaþróunar
14 mars, 2012
Mánudaginn 12. mars sl. gekkst
Byggðastofnun fyrir ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um þátttöku Íslands í evrópsku samstarfi um
rannsóknir og stefnumótun í byggðaþróun undir yfirskriftinni ESPON og Ísland. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar setti
ráðstefnuna og henni stjórnaði Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri byggðamála í iðnaðarráðuneytinu. Dagskrá
ráðstefnunnar má sjá hér
Lesa meira
Góðar fréttir frá Flateyri
13 mars, 2012
Á dögunum flutti fréttastofa Stöðvar 2 fréttir af atvinnuuppbyggingu á Flateyri. Eldi og vinnsla regnbogasilungs á vegum fyrirtækisins Arctic
Odda og Dýrfisks hefur hleypt miklu lífi í atvinnulíf á Flateyri. Dýrfiskur ehf., er að tífalda eldi regnbogasilungs í
Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Í frétt Stöðvar 2 var sagt frá
vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri.
Lesa meira
Verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta
5 mars, 2012
Byggðastofnun óskar eftir að
ráða verkefnisstjóra til að starfa með stýrineti ráðuneyta að gerð og útfærslu sóknaráætlana landshluta.
Verkefnisstjórinn er ráðinn til Byggðastofnunar en verður staðsettur í Arnarhvoli í Reykjavík og hefur jafnframt vinnuaðstöðu
hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki. Starfið krefst umtalverðra ferðalaga um landið. Verkefnisstjórinn verður tengiliður milli
ráðuneyta, landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Um er að ræða fullt starf til eins árs.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember