Fréttir
Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
3 júní, 2022
Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Lesa meira
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar lýkur 20. júní
1 júní, 2022
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 lýkur þann 20. júní kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET). Opið er fyrir verkefni sem snúa að forgangssviðum 1 - að styrkja nýsköpunarhæfni þrautseigra og aðlaðandi samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar og 2 - að styrkja getu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að laga sig að loftslagsbreytingum og bættri auðlindanýtingu.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar
1 júní, 2022
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Varmalandi fimmtudaginn 5. maí síðastliðinn. Þema fundarins var ,,óstaðbundin störf“.
Lesa meira
Lokarannsókn meistaranema á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa
30 maí, 2022
Herdís Ýr Hreinsdóttir lauk nýverið prófi til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, en hún hlaut styrk frá Byggðastofnun til að ljúka þessu verkefni. Lokaverkefni hennar nefnist „Skemmtilegasti hluti stjórnsýslunnar“. Tilviksrannsókn á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaga á Íslandi.
Lesa meira
Nýr starfsmaður ráðinn á þróunarsvið Byggðastofnunar
30 maí, 2022
Í byrjun apríl auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi til starfa á þróunarsviði stofnunarinnar. Alls bárust fimmtán umsóknir, fjórar frá körlum og ellefu frá konum. Ákveðið hefur verið að ráða Hönnu Dóru Björnsdóttur í starfið.
Lesa meira
Sérfræðingar fyrirtækjasviðs verða í Reykjanesbæ
20 maí, 2022
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu Heklunnar í Reykjanesbæ þriðjudaginn 24. maí.
Lesa meira
Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna
17 maí, 2022
Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna var haldinn dagana 4. og 5. maí á Varmalandi í Borgarfirði. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem starfsfólk þróunarsviðs Byggðastofnunar, framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna og atvinnuráðgjafar þeirra koma saman og bera saman bækur sínar, ræða atvinnuráðgjöfina, samstarf og önnur málefni sem snerta starf þeirra í landsbyggðunum. Um 40 manns voru samankomin á þessum vorfundi, sem var sá fyrsti sem haldinn er síðan 2019 vegna áhrifa COVID-19.
Lesa meira
Konur gára vatnið - lokaráðstefna
13 maí, 2022
Þann 11. maí sl. var lokaráðstefna haldin í verkefninu Women Making Waves eða Konur gára vatnið í Hofi á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Evrópsku menntaáætluninni, Erasmus+. Byggðastofnun er aðili að verkefninu ásamt Jafnréttisstofu sem stýrir verkefninu og samstarfsaðilum í Englandi, Grikklandi og á Spáni. Verkefnið hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og snýr að valdeflingu kvenna í víðum skilningi. Sjónum hefur einkum verið beint að konum sem búa við tvíþætta mismunun.
Lesa meira
Handhafi Landstólpans
13 maí, 2022
Landstólpinn var afhentur í ellefta sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Varmalandi í Borgarfirði þann 5. maí 2022 en hann var fyrst afhentur árið 2011. Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum.
Lesa meira
Nýsköpunardagur hins opinbera
11 maí, 2022
Nýsköpunardagurinn 2022 verður haldinn þann 17. maí nk. Þema Nýsköpunardagsins í ár er: Græn nýsköpun.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember