Fara í efni  

Fréttir

Byggðaþróun – styrkir til meistaranema

Byggðaþróun – styrkir til meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
Lesa meira
Hluti af vel heppnuðum framkvæmdum á Hafnartanga

Vel sóttur íbúafundur á Bakkafirði

Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Bakkafirði sl. miðvikudag, 8. sept. undir merkjum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Blíðskaparveður var þennan dag og haustlitirnir byrjaðir að lita umhverfið. Í upphafi fundar var fundargestum boðið upp á dýrindis súpu á veitingastaðnum að Hafnartanga 4 sem framreidd var af vertunum, þeim Sædísi og Þóri Erni. Eftir að súpunni höfðu verið gerð góð skil gengu fundargestir ásamt verkefnisstjórn að skólahúsnæðinu/ferðaþjónustunni að Skólagötu 5 þar sem fundurinn hófst skv. boðaðri dagskrá.
Lesa meira
Vinnu- og skólasóknasvæði og almenningssamgöngur

Vinnu- og skólasóknasvæði og almenningssamgöngur

Byggðastofnun hefur unnið skýrslu fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um vinnu- og skólasóknasvæði og almenningssamgöngur. Um er að ræða bæði almenna greiningu sem og svæðagreiningar þar sem meðal annars eru greindir styrkleikar og veikleikar hvers svæðis ásamt áskorunum með tilliti til almenningssamgangna. Þá eru í skýrslunni sett fram uppfærð kort af vinnu- og skólasóknarsvæðum með hliðsjón af samgöngubótum undanfarinna ára.
Lesa meira
Öflugur liðsauki

Öflugur liðsauki

Í tengslum við flutning eftirlits með póstmálum til Byggðastofnunar nú í sumar hefur stofnunin nú ráðið tvo öfluga starfsmenn til þess að sinna þeim verkefnum.
Lesa meira
NPA - umsóknarnámskeið

NPA - umsóknarnámskeið

Minnt er á umsóknarnámskeið vegna svokallaðra brúarverkefna NPA sem fram fer á netinu fimmtudaginn 9. sept. n.k.
Lesa meira
NORA- ferðamálaráðstefnan Regenerative Tourism í Færeyjum 19.-20. október nk.

NORA- ferðamálaráðstefnan Regenerative Tourism í Færeyjum 19.-20. október nk.

Áhugaverð ferðamálaráðstefna verður haldin á vegum NORA í Þórshöfn í Færeyjum dagana 19.-20. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Regenerative Tourism - Building Healthy Tourism in the Nordics”.
Lesa meira
Starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar

Starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar

Byggðastofnun leitar að öflugum liðsfélaga með brennandi áhuga á byggðamálum til starfa á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst umsjón með samningum um atvinnu- og byggðaþróun, framfylgd verkefna samkvæmt byggðaáætlun, gagnaöflun og úrvinnsla. Óskað er eftir áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á sviði byggðamála.
Lesa meira
Ársskýrsla Brothættra byggða 2020 komin út

Ársskýrsla Brothættra byggða 2020 komin út

Ársskýrsla byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2020 hefur verið gefin út. Skýrslan gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sjö byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu árið 2020.
Lesa meira
Árshlutauppgjör Byggðastofnunar

Árshlutauppgjör Byggðastofnunar

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2021, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst 2021. Hagnaður tímabilsins nam 99,4 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,19%.
Lesa meira
Merki NORA

NORA auglýsir verkefnastyrki, síðari úthlutun 2021

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að síðari úthlutun ársins 2021.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389