Fara í efni  

Fréttir

Kristján og James Stockan undirrita samkomulagið

Samningur NORA og OIC Orkneyjum undirritaður

Orkneyjaráðið (Orkney Islands Council, OIC) og NORA skrifuðu nýverið undir samkomulag um samstarf (Memorandum of Understanding).
Lesa meira
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2023

Eyrarrósin 2023

Eins og áður hefur komið fram var Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, afhent í átjánda sinn miðvikudaginn 3. maí. Hér er nánar sagt frá verkefnunum er hlutu viðurkenningu þennan dag.
Lesa meira
Styrkir úr Byggðarannsóknasjóði 2023

Styrkir úr Byggðarannsóknasjóði 2023

Á ársfundi Byggðastofnunar, þann 27. apríl síðastliðinn, voru veittir fimm styrkir úr Byggðarannsóknasjóði. Byggðarannsóknasjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. Styrkirnir eru fjármagnaðir af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Til úthlutunar voru 10 m.kr. Auglýsing um styrki til byggðarannsókna var birt 24. janúar með umsóknafrest til 1. mars. Alls bárust 27 umsóknir.
Lesa meira
Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í átjánda sinn miðvikudaginn 3. maí, við hátíðlega athöfn á Hvammstanga.
Lesa meira
Ársskýrsla Byggðastofnunar 2022

Ársskýrsla Byggðastofnunar 2022

Ársskýrsla Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var gefin út samhliða ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Húsavík 27. apríl sl. undir yfirskriftinni Byggðarannsóknir: Blómlegar byggðir í krafti þekkingar. Í skýrslunni er farið yfir helstu áhersluþætti í starfi Byggðastofnunar yfir starfsárið og skýrsla stjórnar og ársreikningar lagðir fram. Í fyrsta sinn kom skýrslan eingöngu út á rafrænu formi sem er liður í Grænum skrefum stofnunarinnar.
Lesa meira
Frá afhendingu Landstólpans 2023

Handhafar Landstólpans 2023

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem venjan er að Byggðastofnun veiti á ársfundi sínum. Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á því góða og fjölbreytta starfi sem fram fer í landsbyggðunum og um leið að vekja athygli á starfi Byggðastofnunar. Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011 en var nú afhentur í tólfta sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þann 27. apríl sl.
Lesa meira
Vel heppnaður ársfundur Byggðastofnunar á Húsavík

Vel heppnaður ársfundur Byggðastofnunar á Húsavík

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Fosshótel Húsavík í gær, fimmtudaginn 27. apríl. Yfirskrift fundarins var Byggðarannsóknir: Blómlegar byggðir í krafti þekkingar.
Lesa meira
Laust starf sérfræðings á þróunarsviði - ertu reiknimeistari?

Laust starf sérfræðings á þróunarsviði - ertu reiknimeistari?

Byggðastofnun óskar eftir að ráða drífandi talnasnilling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna spennandi rannsóknum á sviði byggðamála auk greiningu fjárhagsupplýsinga, einkum á sviði póstmála. Um er ræða spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á leiða faglegt starf, sinna rannsóknum, greiningum og þekkingarmiðlun. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Lesa meira
Á döfinni í Norðurslóðaáætluninni

Á döfinni í Norðurslóðaáætluninni

Starfsemi Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 er komin á fullan snúning og nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í þriðja aðalkalli sem verður opið til 26. maí. Til að auðvelda væntanlegum umsækjendum að forma verkefnahugmyndir í takt við áherslur áætlunarinnar og fara yfir ýmis tæknileg atriði verða á næstunni haldnir nokkrir vefviðburðir.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar 27. apríl

Ársfundur Byggðastofnunar 27. apríl

Ársfundur Byggðastofnunar 2023 verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2023 á Fosshótel Húsavík. Yfirskrift fundarins í ár er Byggðarannsóknir: Blómlegar byggðir í krafti þekkingar.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389