Fréttir
Laust starf bókara á rekstrarsviði
11 apríl, 2023
Byggðastofnun auglýsir laust til umsóknar starf bókara á rekstrarsviði stofnunarinnar. Um er að ræða 100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Lesa meira
Lokaskýrsla rannsóknarinnar Náttúruhamfarir og félagsleg seigla
11 apríl, 2023
Nýlega lauk rannsóknarverkefninu Náttúruhamfarir og félagsleg seigla sem unnið var á vegum Austurbrúar en verkefnið var eitt fjögurra verkefna sem Byggðastofnun styrkti árið 2021 úr Byggðarannsóknasjóði.
Lesa meira
Fimm sveitarfélög taka þátt í verkefni um aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga
11 apríl, 2023
Fimm sveitarfélög taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög í þeirri vinnu sem fram undan er við að greina áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga og móta aðgerðir til aðlögunar. Þannig verði sveitarfélögum færðir skýrari ferlar og aðferðir sem gera þeim kleift að búa sig undir möguleg áhrif loftslagsbreytinga á innviði, atvinnugreinar, efnahag og samfélög.
Lesa meira
Ársreikningur Byggðastofnunar 2022
5 apríl, 2023
Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2022, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 5. apríl 2023.
Hagnaður ársins nam 374,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,72%.
Lesa meira
Næstu köll Norðurslóðaáætlunarinnar
3 apríl, 2023
Athygli er vakin á næstu köllum Norðurslóðaáætlunarinnar, en þau eru áætluð sem hér segir:
Þriðja kall eftir aðalverkefnum verður opið frá 17. apríl – 26. maí og umsóknir afgreiddar 27. september.
Næsta kall eftir undirbúningsverkefnum verður opið 23. ágúst – 23. september og umsóknir afgreiddar í lok nóvember.
Fjórða kall eftir aðalverkefnum verður opið frá 4. október – 17. nóvember og umsóknir afgreiddar í mars 2024.
Lesa meira
Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar
31 mars, 2023
Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2023. Íbúar á Íslandi eru 387.758 en þar af búa 369.048 (95%) í byggðakjörnum og 18.710 (5%) í dreifbýli. Íbúum landsins fjölgaði um 11.510 (3,1%) frá 1. janúar 2022 en mest fjölgun varð á Suðurnesjum (6,7%) og á Suðurlandi (4,2%).
Lesa meira
Fundur í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri
30 mars, 2023
Stjórn Byggðastofnunar fundaði með verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri föstudaginn 24. mars sl. Fulltrúar byggðamálaráðs sátu einnig fundinn. Tilefni fundarins var að stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að funda að jafnaði tvisvar sinnum á ári í brothættri byggð og gefst þá um leið tækifæri til að hitta verkefnisstjórnir byggðaþróunarverkefna og fræðast um stöðu byggðarlagsins.
Lesa meira
Sjö umsóknir í öðru kalli NPA vegna undirbúningsverkefna
28 mars, 2023
Alls bárust sjö umsóknir í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar vegna undirbúningsverkefna sem lauk 8. mars sl. og hafa þær allar verið metnar hæfar til mats (eligible). Íslenskir þátttakendur eru þrír að þessu sinni í tveimur verkefnum og þar af er annað leitt af íslenskum aðila.
Lesa meira
Byggðaráðstefnan 2023 - Taktu daginn frá!
27 mars, 2023
Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember