Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir sjö samstarfsverkefni

NORA styrkir sjö samstarfsverkefni

NORA, Norræna Atlantssamstarfið, samþykkti styrki til sjö samstarfsverkefna á fundi sínum í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Í allt fá þessi verkefni tæpar 2,5 milljónir danskra króna í styrk. Íslendingar stjórna þremur af þessum verkefnunum, en almennt er þátttaka Íslendinga í NORA-verkefnum mjög góð.
Lesa meira
Nýr starfsmaður á rekstrarsviði

Nýr starfsmaður á rekstrarsviði

Erla Hrund Þórarinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sérfræðingur á rekstrarsviði Byggðastofnunar.
Lesa meira
Styrkir til meistaranema 2022

Styrkir til meistaranema 2022

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 16. desember síðastliðinn að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Hver styrkur er að upphæð 250.000 kr. Auglýsing um styrkina var birt í byrjun september og framlengdur umsóknarfrestur rann út 14. nóvember. Alls bárust tíu umsóknir.
Lesa meira
Skjáskot úr mælaborði

Atvinnutekjur aftur í fyrra horf eftir samdrátt 2020

Upplýsingar um atvinnutekjur 2012-2021 eftir svæðum og atvinnugreinum hafa nú verið birtar í skýrslu og mælaborði. Heildaratvinnutekjur á árinu 2021 námu 1.462 milljörðum kr. sem var um 70 milljörðum kr. meira en árið 2020 eða sem nemur 5,0%. Hlutfall atvinnutekna kvenna á landinu öllu var 41,3% á árinu 2021 sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá 2020 og 2,3 prósentustig frá 2012. Á árinu 2021 jukust heildaratvinnutekjur í öllum landshlutum en mesta aukning atvinnutekna varð þó á Austurlandi, eða 9,3%.
Lesa meira
Tíu af ellefu umsóknum um forverkefni samþykktar

Tíu af ellefu umsóknum um forverkefni samþykktar

Í byrjun desember samþykkti stjórn Norðurslóðáætlunarinnar að styðja tíu forverkefni, en þar af eru fjögur með íslenskum þátttakendum. Megin tilgangur forverkefna er að undirbúa aðalverkefni, með því m.a. með því að vinna fýsileikakannanir, skilgreina markhópa og mynda samstarfshóp um framkvæmd aðalverkefnis.
Lesa meira
Byggðafesta og búferlaflutningar

Byggðafesta og búferlaflutningar

Bókin Byggðafesta og búferlaflutningar er komin út. Ritið veitir yfirlit um svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi og mynstur búferlaflutninga innan lands og utan. Þar er einnig leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim. Loks er mat lagt á framtíðarhorfur í búferlaflutningum og byggðaþróun.
Lesa meira
Undirritun samstarfssamnings

Samstarf Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum

Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf. Arnar Már Elíasson forstjóri og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs skrifuðu undir fyrir hönd Byggðastofnunar og Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsóknarstjóri fyrir hönd Háskólans á Hólum.
Lesa meira
Vífill Karlsson

Lokaskýrsla rannsóknar um innflytjendur og stöðu þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu

Byggðastofnun styrkti fjórar rannsóknir árið 2021 úr Byggðarannsóknarsjóði. Meðal þeirra var rannsókn Vífils Karlssonar, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sem ber heitið Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu. Markmið rannsóknar var að kanna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á Covid-kreppuárinu 2020 og hvort það væri einhver landfræðilegur munur á henni.
Lesa meira
List á Siglufirði

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Lesa meira
Heimsókn í Dalabyggð

Fróðlegur fundur í Dalabyggð

Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið.
Lesa meira

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389