Fréttir
Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf
Almennt
18 desember, 2018
Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt ERASMUS+ samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra.
Lesa meira
Góður gangur í verkefninu Öxarfjörður í sókn
Almennt
17 desember, 2018
Þann 21 nóvember síðastliðinn var haldinn fundur í stjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila. Það var ánægjulegt fyrir verkefnisstjórn að hittast á Kópaskeri og fara yfir stöðu verkefnisins, ekki síst fyrir þá sök að nýlega ráðinn verkefnisstjóri, Charlotta Englund stýrði sínum fyrsta fundi. Auk þess voru tveir nýir fulltrúar í verkefnisstjórn boðnir velkomnir, þau Salbjörg Matthíasdóttir, nýr fulltrúi íbúa í stað Charlottu og Páll Björgvin Guðmundsson fyrir hönd Eyþings.
Lesa meira
Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun í strjálbýli árið 2018
Almennt
14 desember, 2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 10 milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018 en alls voru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstunni.
Lesa meira
Félagsmálaráðherra kynnir sjö tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum
Almennt
13 desember, 2018
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, kynnti í dag á fundi á Húsavík hvaða sjö sveitarfélög verða þau fyrstu til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.
Lesa meira
Fimmtán borgfirsk verkefni hljóta brautargengi
Almennt
12 desember, 2018
Sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Borgarfjörður var þann 10. desember úthlutað til 15 samfélagseflandi verkefna á Borgarfirði eystra. Þetta er fyrsta úthlutunin en alls bárust 18 umsóknir.
Lesa meira
Framlög til fjarvinnslustöðva: 30 milljónir í verkefnastyrki
Almennt
11 desember, 2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitti nýverið verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Úthlutað var 30 milljónum króna. Alls bárust 16 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 180 m.kr. en fjögur verkefni hljóta styrk að þessu sinni.
Lesa meira
Eyrarrósin - Auglýst eftir umsóknum
Almennt
26 nóvember, 2018
Eyrarrósin er viðurkenning sem er veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins. Til þess að koma til greina þurfa verkefni að hafa fest sig í sessi, vera vel rekin, hafa skýra framtíðarsýn og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í sínu byggðarlagi.
Lesa meira
Atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum
Almennt
22 nóvember, 2018
Skýrslan Atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum er komin út. Í skýrslunni er leitast við að greina hvaða atvinnugreinar standa undir atvinnutekjum fólks eftir landssvæðum og hvaða breytingar hafa orðið á tímabilinu frá bankahruni.
Lesa meira
Fyrsta skóflustungan tekin
Almennt
16 nóvember, 2018
Föstudaginn 16. nóvember tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins sem er jarðvinna. Ríkiskaup buðu jarðvinnuna út og lægstbjóðandi reyndist vera Vinnuvélar Símonar ehf. Nú á allra næstu vikum verður bygging hússins svo boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.
Lesa meira
Ráðherra úthlutar 120 milljónum krónum í verkefnastyrki til að efla byggðir landsins
Almennt
15 nóvember, 2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við sex landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember