Fréttir
Vel sóttur íbúafundur í Árneshreppi
Brothættar byggðir
22 ágúst, 2023
Mikill hugur í íbúum og velunnurum Árneshrepps til framfara kom fram á íbúafundi í Árnesi og einhugur um að ekki megi dragast lengur að bæta samgöngur í byggðarlaginu.
Lesa meira
Grímseyingar kalla eftir stefnumörkun í ferðaþjónustu á eyjunni
Brothættar byggðir
26 júlí, 2023
Grímseyingar vilja að ferðaþjónusta verði heilsárs atvinnugrein í Grímsey en á forsendum íbúanna þar, sem kalla eftir stefnumörkun og aukinni samvinnu varðandi afþreyingu, veitingasölu, leiðsögn og annað það sem gæti komið samfélaginu í Grímsey og náttúrvernd eyjunnar vel. Meirihluti ferðamanna sem þangað kemur vill ferðast á ábyrgan hátt og vara þeir við neikvæðum áhrifum fjöldaferðamennsku í þessari einstöku eyju á norðurhjara veraldar.
Lesa meira
Slökunarpúðinn Friður og ró rýkur út
Brothættar byggðir
3 júlí, 2023
“Hörfræ og lavender er galdurinn bakvið áhrif slökunarpúðans sem hægt er að nota í amstri dagsins til að minnka spennu og stress” segir frumkvöðullinn Solveig Friðriksdóttir á Stöðvarfirði sem brennur fyrir því að fólk átti sig á því hvað það er mikilvægt að taka stundum hvíld frá önnum dagsins. Solveig hefur tekið þátt í verkefninu Sterkari Stöðvafjörður sem er eitt verkefna Brothættra byggða sem Byggðastofnun leiðir.
Lesa meira
Er húsnæðisskortur í brothættum byggðum að hamla frekari uppbyggingu þeirra?
Brothættar byggðir
30 júní, 2023
„Þróunin hefur verið í þessa átt og margt sem hefur stuðlað að henni og er svo komið víða að eitt af stærri viðfangsefnum þessara byggðarlaga er skortur á húsnæði sem á jafnt við um íbúðarhúsnæði til sölu, leiguíbúðir og atvinnuhúsnæði“ segir Kristján Þ. Halldórsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóðum Brothættra byggða 2023
Brothættar byggðir
5 júní, 2023
Nú hafa öll byggðarlögin sem starfa undir merkjum Brothættra byggða úthlutað styrkjum úr Frumkvæðissjóði hvers byggðarlags til fjölbreyttra frumkvæðisverkefna á árinu 2023. Margar áhugaverðar umsóknir bárust sem bera þess merki að það er kraftur í íbúum og ljóst að mörg eru tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla sitt byggðarlag.
Lesa meira
Öll vötn til Dýrafjarðar, lokaíbúafundur
Brothættar byggðir
24 maí, 2023
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 16. maí sl. Á þeim tímamótum dró Byggðastofnun sig formlega í hlé úr verkefninu. Um síðustu áramót rann samningur við Ísafjarðarbæ og Vestfjarðastofu um verkefnið sitt skeið og Agnes Arnardóttir verkefnisstjóri hvarf til annarra starfa hjá Vestfjarðastofu, hún hefur þó sinnt eftirfylgni verkefna eftir atvikum og tók þátt í undirbúningi og framkvæmd lokaíbúafundar í samvinnu við verkefnisstjórn.
Lesa meira
Fundur í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri
Brothættar byggðir
30 mars, 2023
Stjórn Byggðastofnunar fundaði með verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri föstudaginn 24. mars sl. Fulltrúar byggðamálaráðs sátu einnig fundinn. Tilefni fundarins var að stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að funda að jafnaði tvisvar sinnum á ári í brothættri byggð og gefst þá um leið tækifæri til að hitta verkefnisstjórnir byggðaþróunarverkefna og fræðast um stöðu byggðarlagsins.
Lesa meira
Glæðum Grímsey á tímamótum
Brothættar byggðir
17 febrúar, 2023
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu. Undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2015 og íbúaþing var haldið í apríl 2016. Verkefnið hefur hefur verið framlengt tvisvar sinnum. Það má með sanni segja að Grímseyingar hafi tekið höndum saman á verkefnistímanum og unnið að mörgum framfaramálum í eynni.
Lesa meira
Fróðlegur fundur í Dalabyggð
Brothættar byggðir
29 nóvember, 2022
Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið.
Lesa meira
Verkefnisstjórar í byggðaþróunarverkefnum
Brothættar byggðir
28 nóvember, 2022
Samheldinn hópur verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefninu Brothættum byggðum og sambærilegum verkefnum hittust á fundi á Hótel Örk 22. – 23. nóvember sl. Í hverjum mánuði hittist hópurinn í netheimum og ræðir málefni sem sameiginleg eru byggðarlögunum í því skyni að deila góðu verklagi. Í þessu tilviki var hins vegar ákveðið að koma saman og halda fund. Staðfundur líkt og þessi gefur góð tækifæri til að skiptast á skoðunum, gefa góð ráð og leita sóknarfæra í sameiningu. Á fundinum var meðal annars skerpt á verklagi í Brothættum byggðum samkvæmt verkefnislýsingu. Rætt var um lokaáfanga verkefna og hvað tekur við eftir að Byggðastofnun dregur sig formlega í hlé úr verkefnum í hverju byggðarlagi.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember