Fara í efni  

Fréttir

Fjórtán verkefni styrkt á Borgarfirði eystri

Fjórtán verkefni styrkt á Borgarfirði eystri

Sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Borgarfjörður var þann 4. júní úthlutað til 14 samfélagseflandi verkefna á Borgarfirði eystri. Alls bárust 20 umsóknir í þetta sinn en úthlutað er árlega á verkefnistímanum.
Lesa meira
Hluti styrkþega og verkefnisstjóri

Þrettán Dýrfirsk verkefni hljóta styrk 2019

Úthlutað hefur verið úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða til verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar fyrir árið 2019. Auglýst var eftir umsóknum 15. mars 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. apríl 2019 en varð síðar framlengdur til 23. apríl 2019. Til úthlutunar voru 7 milljónir. Alls barst 21 umsókn. Heildarumfang verkefna er umsóknir lutu að var um 35 milljónir. Sótt var um tæplega 20 milljónir. Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar.
Lesa meira
Skrautlegur hani spókar sig í hópi landnámshæna

Landnámshænur í lykilhlutverki í Hrísey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey – perla Eyjafjarðar hittist á fundi í Hrísey mánudaginn 20. maí síðastliðinn. Verkefnisstjórnin afgreiddi úthlutun úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða. Sjö verkefni sóttu um styrki samtals að fjárhæð kr. 14.197.900,- en til úthlutunar voru kr. 8.100.000,-.
Lesa meira
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson

Verkefnið Öxarfjörður í sókn framlengt um eitt ár

Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt beiðni frá verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn um framlengingu um eitt ár, til lok árs 2020, en áætluð verkefnislok voru árslok 2019. Var þá m.a. horft til að vinna að starfsmarkmiðum hafi ekki hafist fyrr en í maí 2016, að fyrsti verkefnisstjóri verkefnisins hafi verið í hlutastarfi á árunum 2016 til 2017 og að verkefnið er er nú að ná betri fótfestu í vestasta hluta byggðarlagsins, þ.e. Kelduhverfi.
Lesa meira
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson

Jákvæðni og uppfærð markmið í verkefninu Hrísey – perla Eyjafjarðar

Uppfærð markmið og framtíðarsýn fyrir verkefni Brothættra byggða, Hrísey – perla Eyjafjarðar hefur nú litið dagsins ljós.
Lesa meira
Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu – þjálfun verkefnisstjóra á Íslandi

Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu – þjálfun verkefnisstjóra á Íslandi

Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.
Lesa meira
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson

Áfram Skaftárhreppur til framtíðar

Í febrúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar, en fundurinn markaði lok á að komu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst árið 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson

„Betri Bakkafjörður“ - fjölþjóðlegt íbúaþing á Bakkafirði leysti kraft úr læðingi

Mikill baráttu- og samstarfsvilji ríkir á Bakkafirði, en helgina 30. – 31. mars sl., var haldið þar vel heppnað tveggja daga íbúaþing, sem markar upphaf að þátttöku samfélagsins á Bakkafirði í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Að verkefninu standa íbúar á Bakkafirði og nærsveitum, Langanesbyggð, Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ásamt Byggðastofnun. Íbúar völdu verkefninu heitið „Betri Bakkafjörður“.
Lesa meira
Íbúaþing á Bakkafirði 30. – 31. mars

Íbúaþing á Bakkafirði 30. – 31. mars

Helgina 30. – 31. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins við Bakkaflóa boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Bakkafirði, Langanesbyggðar, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.
Lesa meira
Hluti verkefnisstjórnar á Bakkafirði

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Bakkafirði

Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði föstudaginn 15. mars. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389