Fréttir
Verkefnið Öxarfjörður í sókn framlengt um eitt ár
Brothættar byggðir
7 maí, 2019
Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt beiðni frá verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn um framlengingu um eitt ár, til lok árs 2020, en áætluð verkefnislok voru árslok 2019. Var þá m.a. horft til að vinna að starfsmarkmiðum hafi ekki hafist fyrr en í maí 2016, að fyrsti verkefnisstjóri verkefnisins hafi verið í hlutastarfi á árunum 2016 til 2017 og að verkefnið er er nú að ná betri fótfestu í vestasta hluta byggðarlagsins, þ.e. Kelduhverfi.
Lesa meira
Jákvæðni og uppfærð markmið í verkefninu Hrísey – perla Eyjafjarðar
Brothættar byggðir
3 maí, 2019
Uppfærð markmið og framtíðarsýn fyrir verkefni Brothættra byggða, Hrísey – perla Eyjafjarðar hefur nú litið dagsins ljós.
Lesa meira
Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu – þjálfun verkefnisstjóra á Íslandi
Brothættar byggðir
2 maí, 2019
Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.
Lesa meira
Áfram Skaftárhreppur til framtíðar
Brothættar byggðir
17 apríl, 2019
Í febrúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar, en fundurinn markaði lok á að komu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst árið 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
„Betri Bakkafjörður“ - fjölþjóðlegt íbúaþing á Bakkafirði leysti kraft úr læðingi
Brothættar byggðir
5 apríl, 2019
Mikill baráttu- og samstarfsvilji ríkir á Bakkafirði, en helgina 30. – 31. mars sl., var haldið þar vel heppnað tveggja daga íbúaþing, sem markar upphaf að þátttöku samfélagsins á Bakkafirði í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Að verkefninu standa íbúar á Bakkafirði og nærsveitum, Langanesbyggð, Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ásamt Byggðastofnun. Íbúar völdu verkefninu heitið „Betri Bakkafjörður“.
Lesa meira
Íbúaþing á Bakkafirði 30. – 31. mars
Brothættar byggðir
19 mars, 2019
Helgina 30. – 31. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins við Bakkaflóa boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Bakkafirði, Langanesbyggðar, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Bakkafirði
Brothættar byggðir
18 mars, 2019
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði föstudaginn 15. mars. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði.
Lesa meira
Tímamót í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina
Brothættar byggðir
13 mars, 2019
Í janúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina, fundurinn markaði jafnframt lok á aðkomu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst á seinni hluta árs 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnunum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Sextán verkefni hljóta brautargengi á Þingeyri
Brothættar byggðir
8 mars, 2019
Sjö milljónum króna úr verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar var þann 7. mars úthlutað til 16 nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. Þetta er fyrsta úthlutunin en alls bárust 39 umsóknir sem er metfjöldi á landsvísu. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir í tengslum við úthlutun í brothættum byggðum.
Lesa meira
Félag um verslun stofnað í Árneshreppi
Brothættar byggðir
5 febrúar, 2019
Föstudaginn 1. febrúar 2019 var haldinn stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi.
Verslun lagðist af í hreppnum í haust og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshrepp frá áramótum til 20. mars. Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember