Fréttir
Verkefnisstjórafundur Brothættra byggða í nýjum húsakynnum Byggðastofnunar
Brothættar byggðir
15 október, 2021
Verkefnisstjórar Brothættra byggða og sambærilegra byggðaþróunarverkefna komu saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar dagana 12. og 13. okt. sl. Ánægjulegt var að hópurinn gat loksins hist á staðfundi eftir langan tíma eftir takmarkanir vegna COVID-19. Dagskráin var þéttskipuð. Farið var yfir verkefnislýsingu Brothættra byggða og ýmis praktísk málefni tengd framkvæmd og umsýslu verkefna í þátttökubyggðarlögunum. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar. Fundargestum gafst færi á að kynnast nánar lánamöguleikum Byggðastofnunar, ýmissi þróunarvinnu á sviði byggðamála s.s. þróun mælaborða um byggðatengd málefni og aðgerðaáætlun byggðaáætlunar stjórnvalda.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur á Bakkafirði
Brothættar byggðir
13 september, 2021
Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Bakkafirði sl. miðvikudag, 8. sept. undir merkjum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Blíðskaparveður var þennan dag og haustlitirnir byrjaðir að lita umhverfið. Í upphafi fundar var fundargestum boðið upp á dýrindis súpu á veitingastaðnum að Hafnartanga 4 sem framreidd var af vertunum, þeim Sædísi og Þóri Erni. Eftir að súpunni höfðu verið gerð góð skil gengu fundargestir ásamt verkefnisstjórn að skólahúsnæðinu/ferðaþjónustunni að Skólagötu 5 þar sem fundurinn hófst skv. boðaðri dagskrá.
Lesa meira
Ársskýrsla Brothættra byggða 2020 komin út
Brothættar byggðir
26 ágúst, 2021
Ársskýrsla byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2020 hefur verið gefin út. Skýrslan gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sjö byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu árið 2020.
Lesa meira
Íbúafundur í verkefninu Áfram Árneshreppur – samstaða um að nýta viðbótarár sem best
Brothættar byggðir
18 ágúst, 2021
Miðvikudaginn 11. ágúst sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Áfram Árneshreppur sem er hluti af verkefninu Brothættum byggðum.
Lesa meira
Brothættar byggðir - Glæðum Grímsey framlengt út árið 2022
Brothættar byggðir
2 júlí, 2021
Fimmtudaginn 24. júní hittust fulltrúar í stjórn í verkefnisins Glæðum Grímsey á fundi í eyjunni þar sem farið var yfir það helsta í verkefninu og íbúafundur kvöldsins undirbúinn.
Lesa meira
Sterkar Strandir - Góður íbúafundur og spennandi verkefni í Strandabyggð
Brothættar byggðir
1 júlí, 2021
Þann 22. júní sl. kom verkefnisstjórn Sterkra Stranda saman á Hólmavík til fundar um verkefnið Sterkar Strandir. Blíðskaparveður beið fundargesta sem hófu fundinn á að sækja nokkra styrkhafa heim og fá kynningu á styrktum verkefnum.
Lesa meira
Brothættar byggðir – fundir á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
Brothættar byggðir
15 júní, 2021
Þann 7. júní sl. kom stjórn verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar saman á Þingeyri eftir nokkuð langt hlé vegna takmarkana á samkomuhaldi.
Lesa meira
Betri Bakkafjörður, úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði 2021
Brothættar byggðir
10 maí, 2021
Nýlega var styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða í verkefninu Betri Bakkafjörður.
Lesa meira
Breiðdælingar halda áfram að móta framtíðina
Brothættar byggðir
23 apríl, 2021
Fyrir nokkru síðan lögðu starfsmenn Byggðastofnunar, ásamt fulltrúum Fjarðabyggðar, leið sína í Breiðdalinn í því skyni að afhenda Hákoni Hanssyni Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar. Hákon er vel að þessum samfélagsverðlaunum kominn eins og fram kom í frétt á vef Byggðstofnunar 23. mars sl. og hefur meðal annars leitt verkefnið Breiðdælingar móta framtíðina í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Sterkar Strandir – styrkjum Frumkvæðissjóðs 2021 úthlutað
Brothættar byggðir
15 apríl, 2021
Frumkvæðissjóður Sterkra Stranda hefur úthlutað styrkjum til 15 verkefna. Auglýst var eftir umsóknum 10. febrúar 2021. Umsóknarfrestur rann út 10. mars 2021. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar kr. 7.270.000 kr.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember