Fréttir
Sterkur Stöðvarfjörður - gott samfélag og fjölbreytt tækifæri
Brothættar byggðir
8 mars, 2022
Stöðvarfjörður hefur alla möguleika á að eflast sem ferðamannastaður og menningar- og nýsköpunarbær. Hægt er að styrkja byggðina með því að nýta tækifæri á sem flestum sviðum og byggja á því sem þegar er til staðar. Leggja ætti áherslu á góða aðstöðu til útivistar og fjölskyldusamveru og mikilvægt er að auka framboð á íbúðarhúsnæði.
Þetta eru meginskilaboð íbúaþings sem haldið var á Stöðvarfirði, helgina 5. – 6. mars. Með því hófst þátttaka Stöðvarfjarðar í verkefninu „Brothættar byggðir“ og er þetta þrettánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þings í blíðviðri, en um 60 manns á breiðum aldri tóku þátt.
Lesa meira
Brothættar byggðir styrkja Breiðdalssetur
Brothættar byggðir
7 mars, 2022
Uppgjöri verkefnisins Breiðdælingar móta framtíðina er nú lokið. Breiðdalshreppur hóf þátttöku sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2013 og lauk verkefninu formlega í upphafi árs 2019 þegar Byggðastofnun dró sig í hlé.
Á fundi verkefnisstjórnar verkefnisins þann 17. desember 2018 var ákveðið að eftirstöðvar styrkja sem veittir voru árlega á verkefnistímanum skyldu renna til Breiðdalsseturs ses. Nú liggur fyrir heildarupphæð styrksins til Breiðdalsseturs nemur kr. 1.630.000.
Lesa meira
Tvö byggðarlög að hefja þátttöku í Brothættum byggðum
Brothættar byggðir
2 mars, 2022
Um þessar mundir er verið að hefja tvö verkefni í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í samstarfi Byggðastofnunar, landshlutasamtaka og heimaaðila.
Lesa meira
Uppskera á Bakkafirði
Brothættar byggðir
24 febrúar, 2022
Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 12:00 fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022. Þá fór einnig fram undirritun samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa.
Lesa meira
Niðurstöður rýnihópaviðtala í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar birtar
Brothættar byggðir
9 febrúar, 2022
Byggðaþróunarverkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar er hluti af verkefnum Brothættra byggða í samstarfi Byggðastofnunar, landshlutasamtaka, sveitarfélaga og íbúa í hverju byggðarlagi. Verkefnið er nú í lokaáfanga en gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki formlega í árslok 2022 þegar Byggðastofnun mun draga sig í hlé í verkefninu. Samkvæmt samningi um verkefnið hafði Byggðastofnun áætlað að draga sig í hlé í lok árs 2021 en verkefnið var framlengt um eitt ár að beiðni heimamanna í Dýrafirði og Ísafjarðarbæjar.
Lesa meira
Hugur í íbúum við Dýrafjörð að nýta viðbótarár í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar sem best
Brothættar byggðir
7 desember, 2021
Fyrir skömmu tók stjórn Byggðastofnunar ákvörðun um að framlengja verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar um eitt ár, út árið 2022. Fulltrúar Byggðastofnunar í verkefnisstjórn sóttu Dýrfirðinga heim dagana 30. nóvember – 1. desember til að leggja á ráðin um hvernig nýta megi viðbótarár sem allra best í þágu byggðarlagsins.
Tekin voru rýnihópaviðtöl þar sem rætt var við fulltrúa hópa um verkefnið til þessa, m.a. hvað hefði áunnist og hvað hefði mátt gera betur, auk þess sem rætt var um mögulegar áherslur og sóknarfæri á viðbótarári. Í rýnihópunum voru fulltrúar íbúa, fulltrúar elstu árganga ungmenna í grunnskólanum, fulltrúar styrkþega og stjórn íbúasamtaka. Einnig var fundur í stjórn Allra vatna til Dýrafjarðar þar sem hluti tímans var nýttur í rýnihópsviðtal en hluti í nánari umræður um stöðu verkefnisins og áherslur. Fulltrúar íbúa í verkefnisstjórn, þau Erna Höskuldsdóttir og Guðmundur Ólafsson leituðu til íbúa um þátttöku í rýnihópum og var þeim vel tekið í alla staði. Eiga þau og fulltrúar í rýnihópunum bestu þakkir skildar fyrir áhugann og framlag sitt til verkefnisins.
Lesa meira
Heimsókn Hólanema í Byggðastofnun
Brothættar byggðir
15 nóvember, 2021
Í síðustu viku mættu glaðbeittir Hólanemendur, sem stunda nám í ferðamáladeild í Háskólanum á Hólum, í heimsókn í Byggðastofnun ásamt kennara. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Byggðastofnunar og málefni tengd byggðaþróun.
Lesa meira
Tilraunaverkefni um aukinn snjómokstur í Árneshreppi í vetur
Brothættar byggðir
12 nóvember, 2021
Snjómokstur verður aukinn á Strandavegi í Árneshreppi frá janúar til mars í vetur en á því tímabili verður mokað allt að tvisvar í viku þegar aðstæður leyfa. Um er að ræða tilraunaverkefni sem Byggðastofnun, Árneshreppur og Vestfjarðastofa standa að á grunni verkefnisins Brothættar byggðir, sem er hluti af byggðaáætlun stjórnvalda.
Lesa meira
Verkefnisstjórafundur Brothættra byggða í nýjum húsakynnum Byggðastofnunar
Brothættar byggðir
15 október, 2021
Verkefnisstjórar Brothættra byggða og sambærilegra byggðaþróunarverkefna komu saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar dagana 12. og 13. okt. sl. Ánægjulegt var að hópurinn gat loksins hist á staðfundi eftir langan tíma eftir takmarkanir vegna COVID-19. Dagskráin var þéttskipuð. Farið var yfir verkefnislýsingu Brothættra byggða og ýmis praktísk málefni tengd framkvæmd og umsýslu verkefna í þátttökubyggðarlögunum. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar. Fundargestum gafst færi á að kynnast nánar lánamöguleikum Byggðastofnunar, ýmissi þróunarvinnu á sviði byggðamála s.s. þróun mælaborða um byggðatengd málefni og aðgerðaáætlun byggðaáætlunar stjórnvalda.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur á Bakkafirði
Brothættar byggðir
13 september, 2021
Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Bakkafirði sl. miðvikudag, 8. sept. undir merkjum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Blíðskaparveður var þennan dag og haustlitirnir byrjaðir að lita umhverfið. Í upphafi fundar var fundargestum boðið upp á dýrindis súpu á veitingastaðnum að Hafnartanga 4 sem framreidd var af vertunum, þeim Sædísi og Þóri Erni. Eftir að súpunni höfðu verið gerð góð skil gengu fundargestir ásamt verkefnisstjórn að skólahúsnæðinu/ferðaþjónustunni að Skólagötu 5 þar sem fundurinn hófst skv. boðaðri dagskrá.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember