Fréttir
Ársskýrsla Brothættra byggða 2021 komin út
Brothættar byggðir
27 október, 2022
Ársskýrsla byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2021 hefur verið gefin út. Skýrslan gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sex byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu á árinu 2021.
Lesa meira
Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð
Brothættar byggðir
20 september, 2022
Íbúar Stöðvarfjarðar og fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum sl. fimmtudagskvöld þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
Lesa meira
Bjart yfir Hrísey
Brothættar byggðir
2 september, 2022
Fimmtudaginn 1. september lögðu fulltrúar stjórnar í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar leið sína til Hríseyjar. Sól skein í heiði og það var bjart yfir Hríseyingum í orðsins fyllstu merkingu. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, SSNE og heimamanna undir hatti Brothættra byggða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að heyra hljóðið í heimamönnum og sjá hver framvindan hefur verið eftir að Byggðastofnun dró sig út úr verkefninu í lok árs 2019.
Lesa meira
Íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir
Brothættar byggðir
30 ágúst, 2022
Fundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir þann 24. ágúst sl. í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrr um daginn hafði verkefnisstjórn fundað ásamt því að sækja nokkra styrkþega heim og fá kynningu á fjölbreyttum frumkvæðisverkefnum.
Lesa meira
Fjölsóttur íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði
Brothættar byggðir
29 ágúst, 2022
Íbúar Dalabyggðar fjölmenntu á íbúafund í Dalabúð í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði þann 23. ágúst sl. ásamt góðum gestum. Boðað var til fundarins þar sem verkefnisáætlun DalaAuðs lá fyrir til umræðu og samþykktar meðal íbúa. Undanfarnar vikur hefur verkefnisstjóri með aðstoð verkefnisstjórnar unnið úr skilaboðum íbúaþings sem haldið var í lok mars sl. og er verkefnisáætlun í drögum afrakstur þeirrar vinnu.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur í verkefninu Betri Bakkafjörður
Brothættar byggðir
19 ágúst, 2022
Í gær, fimmtudaginn 18. ágúst var boðað til íbúafundar í verkefninu Betri Bakkafjörður, sem er samstarfsverkefni Langanesbyggðar, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og íbúa Bakkafjarðar og Byggðastofnunar undir hatti Brothættra byggða.
Vel var mætt á fundinn. Þar fór verkefnisstjóri, Gunnar Már Gunnarsson, yfir það helsta sem hefur verið á dagskrá verkefnisins, svo sem hvernig gengur að ná þeim markmiðum sem íbúar og verkefnisstjórn settu sér í upphafi verkefnisins.
Lesa meira
Íbúar Dalabyggðar virkja auðinn
Brothættar byggðir
30 júní, 2022
Í lok mars var íbúaþing haldið í félagsheimilinu í Búðardal í Dalabyggð. Þingið markaði upphaf samráðs við íbúa í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir sem er samstarfsverkefni á milli Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu nafn á verkefnið og varð heitið DalaAuður fyrir valinu. Íbúaþinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi.
Lesa meira
Íbúafundur í Árnesi 23. júní 2022 í verkefninu Áfram Árneshreppur
Brothættar byggðir
29 júní, 2022
Fimmtudaginn 23. júní s.l. var haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu í Árnesi í verkefninu Áfram Árneshreppur. Verkefnið er hluti af verkefnum Byggðastofnunar og samstarfsaðila undir heitinu Brothættar byggðir. Að þessu sinni tók Árneshreppur á móti gestum með norðaustan kalsaveðri en eins og ávallt var fróðlegt og spennandi að sækja byggðarlagið heim.
Lesa meira
Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
Brothættar byggðir
21 júní, 2022
Íbúafundur var haldinn miðvikudaginn 15. júní sl. í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Því næst flutti Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, ávarp.
Lesa meira
Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
Brothættar byggðir
3 júní, 2022
Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember