Fréttir
Úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóðum Brothættra byggða 2023
Brothættar byggðir
5 júní, 2023
Nú hafa öll byggðarlögin sem starfa undir merkjum Brothættra byggða úthlutað styrkjum úr Frumkvæðissjóði hvers byggðarlags til fjölbreyttra frumkvæðisverkefna á árinu 2023. Margar áhugaverðar umsóknir bárust sem bera þess merki að það er kraftur í íbúum og ljóst að mörg eru tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla sitt byggðarlag.
Lesa meira
Öll vötn til Dýrafjarðar, lokaíbúafundur
Brothættar byggðir
24 maí, 2023
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 16. maí sl. Á þeim tímamótum dró Byggðastofnun sig formlega í hlé úr verkefninu. Um síðustu áramót rann samningur við Ísafjarðarbæ og Vestfjarðastofu um verkefnið sitt skeið og Agnes Arnardóttir verkefnisstjóri hvarf til annarra starfa hjá Vestfjarðastofu, hún hefur þó sinnt eftirfylgni verkefna eftir atvikum og tók þátt í undirbúningi og framkvæmd lokaíbúafundar í samvinnu við verkefnisstjórn.
Lesa meira
Fundur í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri
Brothættar byggðir
30 mars, 2023
Stjórn Byggðastofnunar fundaði með verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri föstudaginn 24. mars sl. Fulltrúar byggðamálaráðs sátu einnig fundinn. Tilefni fundarins var að stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að funda að jafnaði tvisvar sinnum á ári í brothættri byggð og gefst þá um leið tækifæri til að hitta verkefnisstjórnir byggðaþróunarverkefna og fræðast um stöðu byggðarlagsins.
Lesa meira
Glæðum Grímsey á tímamótum
Brothættar byggðir
17 febrúar, 2023
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu. Undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2015 og íbúaþing var haldið í apríl 2016. Verkefnið hefur hefur verið framlengt tvisvar sinnum. Það má með sanni segja að Grímseyingar hafi tekið höndum saman á verkefnistímanum og unnið að mörgum framfaramálum í eynni.
Lesa meira
Fróðlegur fundur í Dalabyggð
Brothættar byggðir
29 nóvember, 2022
Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið.
Lesa meira
Verkefnisstjórar í byggðaþróunarverkefnum
Brothættar byggðir
28 nóvember, 2022
Samheldinn hópur verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefninu Brothættum byggðum og sambærilegum verkefnum hittust á fundi á Hótel Örk 22. – 23. nóvember sl. Í hverjum mánuði hittist hópurinn í netheimum og ræðir málefni sem sameiginleg eru byggðarlögunum í því skyni að deila góðu verklagi. Í þessu tilviki var hins vegar ákveðið að koma saman og halda fund. Staðfundur líkt og þessi gefur góð tækifæri til að skiptast á skoðunum, gefa góð ráð og leita sóknarfæra í sameiningu. Á fundinum var meðal annars skerpt á verklagi í Brothættum byggðum samkvæmt verkefnislýsingu. Rætt var um lokaáfanga verkefna og hvað tekur við eftir að Byggðastofnun dregur sig formlega í hlé úr verkefnum í hverju byggðarlagi.
Lesa meira
Fyrsta úthlutun styrkja í Sterkum Stöðvarfirði
Brothættar byggðir
25 nóvember, 2022
Föstudaginn 18. nóvember sl. var haldin úthlutunarhátíð á Stöðvarfirði þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Byggðaþróunarverkefnið hófst í mars sl. með vel heppnuðu íbúaþingi. Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnisstjóri Sterks Stöðvarfjarðar er Valborg Ösp Árnadóttir Warén.
Lesa meira
Fyrsta úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs
Brothættar byggðir
9 nóvember, 2022
Föstudaginn 4. nóvember sl. var úthlutunarhátíð haldin að Laugum í Sælingsdal þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðunum sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári með vel sóttu íbúaþingi.
Lesa meira
Ársskýrsla Brothættra byggða 2021 komin út
Brothættar byggðir
27 október, 2022
Ársskýrsla byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2021 hefur verið gefin út. Skýrslan gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sex byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu á árinu 2021.
Lesa meira
Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð
Brothættar byggðir
20 september, 2022
Íbúar Stöðvarfjarðar og fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum sl. fimmtudagskvöld þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember