Fara í efni  

Fréttir

Íbúafundur í Breiðdal

Tímamót í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina

Í janúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina, fundurinn markaði jafnframt lok á aðkomu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst á seinni hluta árs 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnunum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Hluti styrkþega og verkefnisstjórnar

Sextán verkefni hljóta brautargengi á Þingeyri

Sjö milljónum króna úr verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar var þann 7. mars úthlutað til 16 nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. Þetta er fyrsta úthlutunin en alls bárust 39 umsóknir sem er metfjöldi á landsvísu. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir í tengslum við úthlutun í brothættum byggðum.
Lesa meira
Mynd: Skúli Gautason

Félag um verslun stofnað í Árneshreppi

Föstudaginn 1. febrúar 2019 var haldinn stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi. Verslun lagðist af í hreppnum í haust og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshrepp frá áramótum til 20. mars. Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Lesa meira
Mynd: Haukur Sigurðsson

Öll vötn til Dýrafjarðar – verkefnisáætlun lögð fyrir íbúafund

Á íbúafundi á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 4. desember sl. voru lögð fram drög að verkefnisáætlun til umræðu og óskað heimildar íbúafundar til að fullvinna verkefnisáætlunina á þeim grunni. Verkefnisstjóri, í samstarfi við stjórn verkefnisins, hefur nú unnið úr ábendingum frá íbúum og verkefnisstjórn samþykkt og gefið út áætlun fyrir verkefnið sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur í Árneshrepp og ákall til ríkisstjórnar

Vel sóttur íbúafundur í Árneshrepp og ákall til ríkisstjórnar

14. nóvember sl. var haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshrepp. Fundurinn var vel sóttur en flestir íbúar sem hafa vetrarbúsetu í hreppnum voru mættir. Fundurinn hófst á afmælissöng fyrir Björn bónda á Melum. Síðan fengu fundargestir sér kaffi og rjómatertu.
Lesa meira
Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt ERASMUS+ samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra.
Lesa meira
Verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn

Góður gangur í verkefninu Öxarfjörður í sókn

Þann 21 nóvember síðastliðinn var haldinn fundur í stjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila. Það var ánægjulegt fyrir verkefnisstjórn að hittast á Kópaskeri og fara yfir stöðu verkefnisins, ekki síst fyrir þá sök að nýlega ráðinn verkefnisstjóri, Charlotta Englund stýrði sínum fyrsta fundi. Auk þess voru tveir nýir fulltrúar í verkefnisstjórn boðnir velkomnir, þau Salbjörg Matthíasdóttir, nýr fulltrúi íbúa í stað Charlottu og Páll Björgvin Guðmundsson fyrir hönd Eyþings.
Lesa meira
Frá Hrísey

Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun í strjálbýli árið 2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 10 milljónum króna úthlutað til að efla verslun í strjálbýli fyrir árið 2018 en alls voru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstunni.
Lesa meira
Styrkþegar glaðir og kátir

Fimmtán borgfirsk verkefni hljóta brautargengi

Sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Borgarfjörður var þann 10. desember úthlutað til 15 samfélagseflandi verkefna á Borgarfirði eystra. Þetta er fyrsta úthlutunin en alls bárust 18 umsóknir.
Lesa meira
Charlotta Englund

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur ákveðið að ganga til samninga við Charlottu Englund í Birkifelli í Öxarfirði, eða Lottu, um ráðningu í starf verkefnastjóra Öxarfjarðar í sókn sem er eitt af verkefnum Brothættra byggða. Hún mun taka við starfinu af Bryndísi Sigurðardóttur sem ætlar aftur vestur á firði og taka þar við starfi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389