Fréttir
Veljum Vopnafjörð - lok verkefnis
Brothættar byggðir
23 maí, 2018
Verkefninu „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi í apríl 2016 er nú formlega lokið. Verkefnið var leitt af Vopnafjarðarhreppi, með stuðningi frá Byggðastofnun, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. ILDI rjáðgjöf sá um framkvæmd og skipulag verkefnisins.
Kjarni verkefnisins var áhersla á samtal og samstarf við íbúa, höfða til frumkvæðis íbúanna, frumkvöðla og ungs fólks. Í því skyni var m.a. haldið málþing sl. vorið 2017 undir yfirskriftinni, Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður, sem byggir á skilaboðum íbúaþings.
Lesa meira
Fjórtán breiðdælsk verkefni hljóta brautargengi
Brothættar byggðir
15 maí, 2018
Sjö milljónum króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var þann 7. maí úthlutað til 14 samfélagseflandi verkefna í Breiðdalshreppi. Þetta er fimmta úthlutunin en alls bárust 17 umsóknir.
Lesa meira
Góðir íbúafundir í Öxarfjarðarhéraði, Skaftárhreppi, Hrísey og Grímsey
Brothættar byggðir
9 maí, 2018
Í fyrstu mánuðum ársins 2018 voru haldnir íbúafundir í Öxarfjarðarhéraði, Skaftárhreppi, Hrísey og Grímsey, sem liður í samtali við íbúa vegna verkefnisins Brothættar byggðir. Góð mæting var á alla fundina og sköpuðust líflegar og málefnalegar umræður.
Lesa meira
Erasmus+ verkefninu INTERFACE er ætlað að gefa tækifæri til þjálfunar sem sniðin er að þörfum áhugasamra einstaklinga í brothættum byggðarlögum
Brothættar byggðir
5 apríl, 2018
Verkefnið INTERFACE er Erasmus+ samstarfsverkefni sem Byggðastofnun leiðir en samstarfsaðilar eru Háskólinn á Bifröst og stofnanir í Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“.
Lesa meira
Tveir megin drifkraftar í byggðaþróun á Þingeyri; rótgróið og róttækt
Brothættar byggðir
14 mars, 2018
Ef samgöngur eru góðar, atvinnulífið öflugt og íbúar kraftmiklir, er samfélaginu á Þingeyri og við Dýrafjörð allir vegir færir. Þetta eru niðurstöður tveggja daga íbúaþings sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri helgina 10. – 11. mars síðastliðinn. Um sextíu manns tóku þátt í þinginu, sem hófst með því að sýnt var skemmtilegt myndband um Þingeyri, unnið af nemendum á miðstigi grunnskólans og nemendur tónlistarskólans komu fram, við góðar undirtektir.
Lesa meira
Íbúaþing á Þingeyri 10. - 11. mars
Brothættar byggðir
28 febrúar, 2018
Helgina 10. – 11. mars er íbúum á Þingeyri og öðrum sem hafa tengsl við staðinn, boðið til íbúaþings í Félagsheimilinu. Með þinginu hefst verkefni þar sem Byggðastofnun, Ísafjarðarbær, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vestfjarðastofa og síðast en ekki síst íbúar, taka höndum saman til að efla byggð á Þingeyri.
Lesa meira
Fjölmörg tækifæri á Borgarfirði eystri
Brothættar byggðir
15 febrúar, 2018
Íbúaþing var haldið á Borgarfirði eystri 10. - 11. febrúar 2018. Þar kom fram að byggðarlagið hefur fjölmarga möguleika til að þar megi efla byggð til framtíðar, byggða á fjölbreyttri atvinnustarfsemi í hefðbundnum atvinnugreinum og nýsköpun út frá styrkleikum byggðarlagsins, meðal annars náttúru, sögu og mannauði.
Lesa meira
Íbúaþing á Borgarfirði eystri 10.-11. febrúar
Brothættar byggðir
30 janúar, 2018
Helgina 10. – 11. febrúar er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum á Borgarfirði eystri boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar í svokölluðum brothættum byggðum, en umsókn Borgarfjarðarhrepps um þátttöku í verkefninu var samþykkt í ágúst síðastliðnum.
Lesa meira
Áfram unnið að verkefninu Raufarhöfn og framtíðinni á forsendum heimamanna
Brothættar byggðir
15 janúar, 2018
Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin var fyrsta verkefnið í Brothættum byggðum og varð fyrirmynd verkefnisins á landsvísu. Það hófst á Raufarhöfn árið 2012 og íbúaþing var haldið í janúar 2013. Þar sem nú er komið á sjötta ár frá upphafi verkefnisins er tímabært fyrir Byggðastofnun að stíga út úr verkefninu, samkvæmt verklagi stofnunarinnar fyrir verkefnið Brothættar byggðir.
Lesa meira
Góður íbúafundur í Árneshreppi í verkefninu Brothættar byggðir
Brothættar byggðir
11 desember, 2017
Þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á Ströndum sem liður í samtali við íbúa vegna verkefnisins Brothættar byggðir, en sveitarfélagið hefur nýverið verið tekið inn í verkefnið. Mjög góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar og málefnalegar umræður.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember