Fréttir
Verkefnislýsing fyrir Brothættar byggðir
Brothættar byggðir
22 mars, 2016
Nú má finna verkefnislýsingu fyrir verkefnið Brothættar byggðir á heimasíðu Byggðastofnunar. Verklýsingunni fylgja fjölmargir viðaukar þar sem ýmsir þættir verkefnisins eru nánar útfærðir.
Lesa meira
Frestun íbúaþings í Grímsey
Brothættar byggðir
18 febrúar, 2016
Ákveðið hefur verið að fresta íbúaþingi sem halda átti í Grímsey annað kvöld, eða föstudaginn 19. febrúar og laugardag, þann tuttugasta. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi afleitrar veðurspár fyrir næstu daga. Óvíst er hvort hægt verður að fljúga út í Grímsey á morgun, föstudag og eftir það bendir spáin til þess að ekki verði hægt að fljúga til baka fyrr en jafnvel á þriðjudag.
Lesa meira
Nýta sérstöðuna og styrkja innviði
Brothættar byggðir
21 janúar, 2016
Til að efla byggð við Öxarfjörð á að byggja á sérstöðu svæðisins, nýta sóknarfæri sem felast m.a. í matvælavinnslu, ferðaþjónustu og jarðhita og að standa vörð um grunnþjónustuna. Þetta var þátttakendum efst í huga, á íbúaþingi í Öxarfjarðarhéraði, sem haldið var í Lundi, helgina 16.-17. janúar.
Lesa meira
Íbúaþing fyrir Kópasker og nærsveitir
Brothættar byggðir
14 janúar, 2016
Íbúaþing fyrir fyrir íbúa á Sléttu, Kópaskeri, Núpasveit, Öxarfirði og Kelduhverfi verður haldið um helgina að Lundi.
Lesa meira
Vel mætt á íbúafund á Breiðdalsvík
Brothættar byggðir
22 nóvember, 2015
Hátt í 50 manns sóttu íbúafund verkefnisins „Breiðdælingar móta framtíðina“ á Breiðdalsvík mánudaginn 16. nóvember sl. Þar var rætt um framtíðarsýn og markmið og fram komu ýmsar hugmyndir að verkefnum. Mikil jákvæðni og samheldni einkenndi fundinn.
Lesa meira
Skaftárhreppur til framtíðar – fjörugar umræður á íbúafundi
Brothættar byggðir
19 nóvember, 2015
Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri vegna verkefnisins Skaftárhreppur til framtíðar var haldinn miðvikudagskvöldið 4. nóvember sl. Fundinn sóttu um fimmtíu manns og ræddu framtíð samfélagsins af miklum áhuga fram eftir kvöldi.
Lesa meira
Brothættar byggðir, fyrsti fundur verkefnisstjórnar fyrir Kópasker og nágrenni
Brothættar byggðir
18 nóvember, 2015
Fyrsti fundur í verkefnisstjórn Brothættra byggða fyrir Kópasker og nágrenni var haldinn á Kópaskeri miðvikudaginn 28. október sl.
Við þetta tækifæri tók Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri við verkefnisstjórn fyrir verkefnið í byggðarlaginu, en fyrir gegnir hún því starfi fyrir verkefnið Raufarhöfn og framtíðin, sem einnig er hluti Brothættra byggða.
Lesa meira
Raufarhöfn – sérstæður áfangastaður, traust atvinna, blómstrandi menntun, öflugir innviðir
Brothættar byggðir
11 nóvember, 2015
Áhugi og samheldni einkenndi andann á íbúafundi á Raufarhöfn í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu þann 14. október sl. og mættu þangað rúmlega þrjátíu manns til að ræða framtíðarmarkmið verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin.
Lesa meira
Verkefnastjóri ráðinn í Hrísey og Grímsey
Brothættar byggðir
23 október, 2015
Helga Íris Ingólfsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri brothættra byggða fyrir Hrísey og Grímsey. Helga Íris var valin úr hópi margra hæfra umsækjenda, en alls sóttu 13 um starfið.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Hrísey
Brothættar byggðir
18 september, 2015
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í verkefninu „Brothættar byggðir“ í Hrísey var haldinn s.l. fimmtudag, 10. september. Á fundinn mættu fulltrúar Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Eyþings og íbúa í Hrísey. Rætt var um stöðuna í Hrísey bæði hvað varðar atvinnulíf og samfélag og um skipulag samstarfsins framundan.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember