Fréttir
Bílddælingar bretta upp ermar
Brothættar byggðir
19 október, 2013
Á íbúaþingi á Bíldudal um liðna helgi, töldu þátttakendur að húsnæðismál, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og íþrótta- og æskulýðsmál, séu mikilvægustu stoðirnar í eflingu staðarins. Vel var mætt til þessa tveggja daga þings og um 40 manns tóku þátt í líflegri og frjórri samræðu. Allt var til umræðu og stungu þátttakendur upp á málefnum, allt frá samgöngum til samskipta, ferðaþjónustu til fiskvinnslu og handverki til heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
Skaftárhreppur til framtíðar - íbúaþing á Kirkjubæjarklaustri 19. – 20. október.
Brothættar byggðir
17 október, 2013
Helgina 19. – 20. október er boðið til íbúaþings í Skaftárhreppi á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Háskólans á Akureyri. Þingið hefst kl. 11 á laugardegi og stendur til kl. 16 og síðan frá kl. 11 – 15 á sunnudeginum. Þátttakendur á þinginu móta sjálfir dagskrána. Allt er til umræðu, staða og framtíð Skaftárhrepps, atvinnumál, umhverfismál og málefni samfélagsins. Fyrirkomulagið er þannig að allir hafa jafna möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrri daginn eru dregnar fram hugmyndir, þær vegnar og metnar og síðari daginn er gengið frá forgangsröðun verkefna og rætt um næstu skref.
Lesa meira
Íbúafundur 7. október á Kirkjubæjarklaustri
Brothættar byggðir
1 október, 2013
Mánudagskvöldið 7. október næstkomandi, kl. 20 er boðið til íbúafundar í Kirkjuhvoli. Fundurinn er sá fyrsti af þremur sem tengist verkefninu „Skaftárhreppur til framtíðar“ á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
Samtal um framtíðina, íbúaþing á Bíldudal 28. – 29. september.
Brothættar byggðir
23 september, 2013
Bíldudalur – samtal um framtíðina, er verkefni á vegum Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, AtVest, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Háskólans á Akureyri. Það er hluti af stærra verkefni sem tekur til þriggja annarra byggðarlaga. Í verkefninu er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert.
Lesa meira
Bíldudalur – samtal um framtíðina:
Brothættar byggðir
5 september, 2013
Atvinnumál og grunnþjónusta voru Bílddælingum ofarlega í huga á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Baldurshaga þriðjudaginn 3. september. Tilefni fundarins var tvíþætt. Annars vegar kynning á lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar Vesturbyggðar. Hins vegar tengdist fundurinn byggðaþróunarverkefni sem Byggðastofnun stendur fyrir á Bíldudal, með það að markmiði að virkja íbúa í svokölluðum „brothættum byggðum“. Unnið hefur verið að sambærilegu verkefni á Raufarhöfn og auk Bíldudals verður unnið með sama hætti í Skaftárhreppi og Breiðdalshreppi. Að verkefninu standa Vesturbyggð, AtVest, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Háskólinn á Akureyri ásamt Byggðastofnun.
Lesa meira
Gerjun á Raufarhöfn
Brothættar byggðir
21 júní, 2013
Talsverð gerjun er á Raufarhöfn þessa dagana, ári eftir að verkefni Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og fleiri aðila um framtíð Raufarhafnar hófst. Hár styrkur fékkst nýverið til eflingar ferðaþjónustu á Raufarhöfn, Alþingi er að ræða möguleika á veitingu aflaheimilda til byggðarlaga í alvarlegum vanda og ýmsir aðilar skoða möguleika í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á staðnum.
Lesa meira
Unnið með íbúum í „brothættum byggðum“
Brothættar byggðir
3 júní, 2013
Síðustu vikur hafa fulltrúar Byggðastofnunar fundað í þremur „brothættum byggðum,“ byggðarlögum sem átt hafa við viðvarandi fólksfækkun að etja. Um er að ræða Breiðdalshrepp, Bíldudal og Skaftárhrepp en fundirnir eru liður í verkefni stofnunarinnar um „Brothættar byggðir“. Verkefnið hófst á Raufarhöfn þar sem haldið var íbúaþing í janúar síðastliðnum og er nú verið að fylgja niðurstöðum þess eftir. Fyrstu skrefin þar þykja lofa góðu, en lögð er áhersla á að tengja saman markvissa vinnu með íbúum, sveitarfélagi og stofnunum.
Lesa meira
Merki um viðsnúning á Raufarhöfn
Brothættar byggðir
28 febrúar, 2013
Á íbúafundi sem haldinn var á Raufarhöfn á þriðjudag, má merkja töluverðan viðsnúning frá því markviss vinna til að efla byggð hófst síðastliðið haust. Verkefnið er á vegum Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólann á Akureyri. Byggt er á virku samstarfi við íbúa og hafa þessar stofnanir lofað því að í sínum ákvörðunum í málum er varða Raufarhöfn muni skilaboð íbúa nýtt til að skilgreina valkosti, ásamt því að koma þeim á framfæri við ríkisvald, stofnanir og aðra sem geta haft áhrif á þróun byggðar á Raufarhöfn.
Lesa meira
Vinna með íbúum á Raufarhöfn heldur áfram
Brothættar byggðir
22 febrúar, 2013
Áhersla á aðkomu íbúa er kjarninn í verkefni um þróun byggðar á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að. Liður í þeirri vinnu var íbúaþing sem haldið var í janúar síðastliðnum. Næstkomandi þriðjudag, 26. febrúar nk. verður haldinn kynningar- og umræðufundur með íbúum Raufarhafnar, þar sem skilaboðum íbúaþingsins verður fylgt eftir.
Lesa meira
Byggðastofnun ræður starfsmann á Raufarhöfn
Brothættar byggðir
15 febrúar, 2013
Byggðastofnun hefur ráðið til starfa Kristján Þ. Halldórsson verkfræðing sem verkefnisstjóra í fullu starfi til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn. Kristján er búsettur á Kópaskeri, en starfsstöð hans verður á Raufarhöfn. Ráðningin er til eins árs, og mun sveitarfélagið Norðurþing sjá honum fyrir starfsaðstöðu. Kristján mun væntanlega hefja störf á Raufarhöfn þann 1. mars næst komandi.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember