Fara í efni  

Fréttir

Frá íbúafundinum á Bíldudal

Bílddælingar bretta upp ermar

Á íbúaþingi á Bíldudal um liðna helgi, töldu þátttakendur að húsnæðismál, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og íþrótta- og æskulýðsmál, séu mikilvægustu stoðirnar í eflingu staðarins. Vel var mætt til þessa tveggja daga þings og um 40 manns tóku þátt í líflegri og frjórri samræðu. Allt var til umræðu og stungu þátttakendur upp á málefnum, allt frá samgöngum til samskipta, ferðaþjónustu til fiskvinnslu og handverki til heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
Frá íbúafundi á Kirkjubæjarklaustri

Skaftárhreppur til framtíðar - íbúaþing á Kirkjubæjarklaustri 19. – 20. október.

Helgina 19. – 20. október er boðið til íbúaþings í Skaftárhreppi á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Háskólans á Akureyri. Þingið hefst kl. 11 á laugardegi og stendur til kl. 16 og síðan frá kl. 11 – 15 á sunnudeginum. Þátttakendur á þinginu móta sjálfir dagskrána. Allt er til umræðu, staða og framtíð Skaftárhrepps, atvinnumál, umhverfismál og málefni samfélagsins. Fyrirkomulagið er þannig að allir hafa jafna möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrri daginn eru dregnar fram hugmyndir, þær vegnar og metnar og síðari daginn er gengið frá forgangsröðun verkefna og rætt um næstu skref.
Lesa meira
Kirkjubæjarklaustur

Íbúafundur 7. október á Kirkjubæjarklaustri

Mánudagskvöldið 7. október næstkomandi, kl. 20 er boðið til íbúafundar í Kirkjuhvoli. Fundurinn er sá fyrsti af þremur sem tengist verkefninu „Skaftárhreppur til framtíðar“ á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
Frá Bíldudal

Samtal um framtíðina, íbúaþing á Bíldudal 28. – 29. september.

Bíldudalur – samtal um framtíðina, er verkefni á vegum Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, AtVest, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Háskólans á Akureyri. Það er hluti af stærra verkefni sem tekur til þriggja annarra byggðarlaga. Í verkefninu er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert.
Lesa meira
Frá íbúafundinum á Bíldudal

Bíldudalur – samtal um framtíðina:

Atvinnumál og grunnþjónusta voru Bílddælingum ofarlega í huga á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Baldurshaga þriðjudaginn 3. september. Tilefni fundarins var tvíþætt. Annars vegar kynning á lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar Vesturbyggðar. Hins vegar tengdist fundurinn byggðaþróunarverkefni sem Byggðastofnun stendur fyrir á Bíldudal, með það að markmiði að virkja íbúa í svokölluðum „brothættum byggðum“. Unnið hefur verið að sambærilegu verkefni á Raufarhöfn og auk Bíldudals verður unnið með sama hætti í Skaftárhreppi og Breiðdalshreppi. Að verkefninu standa Vesturbyggð, AtVest, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Háskólinn á Akureyri ásamt Byggðastofnun.
Lesa meira
Raufarhöfn

Gerjun á Raufarhöfn

Talsverð gerjun er á Raufarhöfn þessa dagana, ári eftir að verkefni Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og fleiri aðila um framtíð Raufarhafnar hófst. Hár styrkur fékkst nýverið til eflingar ferðaþjónustu á Raufarhöfn, Alþingi er að ræða möguleika á veitingu aflaheimilda til byggðarlaga í alvarlegum vanda og ýmsir aðilar skoða möguleika í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á staðnum.
Lesa meira
Frá fundinum á Breiðdalsvík

Unnið með íbúum í „brothættum byggðum“

Síðustu vikur hafa fulltrúar Byggðastofnunar fundað í þremur „brothættum byggðum,“ byggðarlögum sem átt hafa við viðvarandi fólksfækkun að etja. Um er að ræða Breiðdalshrepp, Bíldudal og Skaftárhrepp en fundirnir eru liður í verkefni stofnunarinnar um „Brothættar byggðir“. Verkefnið hófst á Raufarhöfn þar sem haldið var íbúaþing í janúar síðastliðnum og er nú verið að fylgja niðurstöðum þess eftir. Fyrstu skrefin þar þykja lofa góðu, en lögð er áhersla á að tengja saman markvissa vinnu með íbúum, sveitarfélagi og stofnunum.
Lesa meira
Frá fundinum á Raufarhöfn

Merki um viðsnúning á Raufarhöfn

Á íbúafundi sem haldinn var á Raufarhöfn á þriðjudag, má merkja töluverðan viðsnúning frá því markviss vinna til að efla byggð hófst síðastliðið haust. Verkefnið er á vegum Byggðastofnunar í samstarfi við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólann á Akureyri. Byggt er á virku samstarfi við íbúa og hafa þessar stofnanir lofað því að í sínum ákvörðunum í málum er varða Raufarhöfn muni skilaboð íbúa nýtt til að skilgreina valkosti, ásamt því að koma þeim á framfæri við ríkisvald, stofnanir og aðra sem geta haft áhrif á þróun byggðar á Raufarhöfn.
Lesa meira
Frá íbúafundi á Raufarhöfn í janúar

Vinna með íbúum á Raufarhöfn heldur áfram

Áhersla á aðkomu íbúa er kjarninn í verkefni um þróun byggðar á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að. Liður í þeirri vinnu var íbúaþing sem haldið var í janúar síðastliðnum. Næstkomandi þriðjudag, 26. febrúar nk. verður haldinn kynningar- og umræðufundur með íbúum Raufarhafnar, þar sem skilaboðum íbúaþingsins verður fylgt eftir.
Lesa meira
Kristján Þ. Halldórsson

Byggðastofnun ræður starfsmann á Raufarhöfn

Byggðastofnun hefur ráðið til starfa Kristján Þ. Halldórsson verkfræðing sem verkefnisstjóra í fullu starfi til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn. Kristján er búsettur á Kópaskeri, en starfsstöð hans verður á Raufarhöfn. Ráðningin er til eins árs, og mun sveitarfélagið Norðurþing sjá honum fyrir starfsaðstöðu. Kristján mun væntanlega hefja störf á Raufarhöfn þann 1. mars næst komandi.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389