Fréttir
Enn brothætt staða á Raufarhöfn þó margt hafi áunnist
Brothættar byggðir
11 apríl, 2014
Margt hefur áunnist á Raufarhöfn fyrir tilstuðlan verkefnisins, „Raufarhöfn og framtíðin“, en staða byggðarinnar er engu að síður alvarleg og brothætt. Þetta er meginniðurstaða fjölmenns íbúafundar sem haldinn var á Raufarhöfn, þriðjudaginn 8. apríl.
Lesa meira
Jákvæð gerjun á Bíldudal
Brothættar byggðir
10 apríl, 2014
Íbúar Bíldudals vinna nú að ýmsum framfaramálum í kjölfar íbúaþings sem haldið í september síðastliðnum. Búið er að endurvekja skógræktarfélag og stofna handverkshóp og ýmislegt er á döfinni í ferðaþjónustu. Þá munu Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur í samstarfi við íþróttafélögin á svæðinu, ráða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Lesa meira
Framtíð fyrir brothættar byggðir
Brothættar byggðir
4 apríl, 2014
Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps. Markmiðið er m.a. að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra.
Lesa meira
Íbúafundur á Bíldudal – samtal um framtíðina
Brothættar byggðir
26 mars, 2014
Miðvikudagskvöldið, 2. apríl er boðið til opins íbúafundar á Bíldudal í tengslum við verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“.
Lesa meira
Breiðdælingar virkja samtakamáttinn
Brothættar byggðir
12 mars, 2014
Í Breiðdalshreppi er íbúaþingi, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, nú fylgt eftir af krafti. Hugmyndavinna um nýtingu á aflögðu frystihúsi, rafræn leiðsögn fyrir ferðamenn, bætt aðstaða til matvælavinnslu og „Tilgangslausar dyr“ eru dæmi um verkefni sem komin eru í gang. Enn fleiri hugmyndir eiga væntanlega eftir að verða að veruleika og íbúar taka virkan þátt í framhaldinu. Þeir skora líka á stjórnvöld að tryggja viðbótaraflamark til Breiðdalsvíkur.
Lesa meira
Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld
Brothættar byggðir
4 mars, 2014
Fimmtudagskvöldið, 6. mars er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Lesa meira
Starf verkefnisstjóra í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn framlengt.
Brothættar byggðir
28 febrúar, 2014
Ákveðið hefur verið að framlengja ráðningartímabil verkefnisstjóra Byggðastofnunar í samstarfsverkefni um byggðaþróun á Raufarhöfn um fjóra mánuði, það er til 30. júní nk.
Lesa meira
Grjót mótað í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn
Brothættar byggðir
21 febrúar, 2014
Um síðastliðin mánaðamót hófst á ný vinna við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn eftir nokkurt hlé. Í fyrstu er unnið að því að kljúfa bergið í námunni og móta steina í Austur- og Vesturhlið gerðisins og í framhaldi af því verður hafist handa við að reisa hliðin. Einnig er í þessari lotu áætlað að móta steina og reisa hluta af skúlptúrum er standa eiga innan gerðisins. Vinnan við verkið í vetur er fjármögnuð með styrk sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti til verksins í úthlutun á vordögum 2013 og skiptir sá styrkur sköpum varðandi framvindu uppbyggingar gerðisins.
Lesa meira
Frestun fundar á Breiðdalsvík
Brothættar byggðir
19 febrúar, 2014
Í ljósi slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta eftirfylgnifundi í verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“ sem halda átti á Hótel Bláfelli annað kvöld, fimmtudag. Það er nauðsynlegt að öll verkefnisstjórnin geti mætt á fundinn og okkur þykir áhættan full mikil þar sem sumir eru að ferðast um langan veg, ýmist akandi eða með flugi.
Lesa meira
Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld
Brothættar byggðir
18 febrúar, 2014
Fimmtudagskvöldið, 20. febrúar er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember