Fréttir
Tímamót í verkefninu „Bíldudalur – samtal um framtíðina“
Almennt
30 maí, 2016
Þegar verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“, hófst haustið 2013, ríkti óvissa um stöðu byggðar á Bíldudal en vonir stóðu til uppbyggingar í fiskeldi. Sú hefur nú orðið raunin og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Því líður nú að lokum verkefnisins, sem er eitt af sjö verkefnum á vegum Byggðastofnunar undir heitinu „Brothættar byggðir“.
Miðvikudaginn 18. maí, var haldinn íbúafundur á Bíldudal þar sem staða verkefnisins var metin og rætt um styrkveitingar og hvernig hægt sé að tryggja að verkefnið skili árangri til lengri tíma.
Lesa meira
Lán í erlendri mynt
Almennt
19 maí, 2016
Byggðastofnun veitir lán í erlendri mynt, í bandaríkjadal (USD), evrum (EUR) og japönskum jenum (JPY). Lán í erlendri mynt eru að jafnaði veitt til 10-12 ára ,hámarks lánstími er 15 ár. Vextir á erlendum lánum eru breytilegir og miðast við millibankavexti að viðbættu álagi. Ávallt er krafist veðtrygginga fyrir lánunum, veð geta verið fasteignir, skip eða lausafé. Hámarks veðsetningarhlutfall er 70% af verðmæti fasteigna og 50% af verðmæti skipa og/eða annars lausafjár. Byggðastofnun veitir einungis lán í erlendri mynt til fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendri mynt.
Lesa meira
Lífróður Grímseyinga – framtíð byggðar rædd á íbúaþingi
Almennt
13 maí, 2016
Íbúar Grímseyjar eiga sér þá framtíðarsýn að byggð í eynni blómstri, með útgerð og ferðaþjónustu og vel hirtu umhverfi. Börnin í grunnskólanum telja einstakt að alast upp í Grímsey og eru ánægð með nálægð við náttúruna og samfélag sem er eins og ein fjölskylda.
Lesa meira
Byggðaráðstefnan 2016
Almennt
11 maí, 2016
Kallað er eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar. Byggðaráðstefnan 2016 verður haldin á Breiðdalsvík 14.-15. september 2016.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar 2016
Almennt
18 apríl, 2016
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn föstudaginn 15. apríl sl. í Miðgarði í Skagafirði. Á fundinum kynnti Herdís Á Sæmundardóttir stjórnarformaður m.a. byggingu nýrrar skrifstofu fyrir stofnunina. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Gunnar Bragi Sveinsson flutti ræðu, Landstólpinn var afhentur auk þess sem kynnt voru verkefni á byggðaáætlun og styrkir veittir út Byggðarannsóknasjóði.
Lesa meira
Álftagerðisbræður og Stefán Gíslason handhafar Landstólpans 2016
Almennt
18 apríl, 2016
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn þann 15. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í sjötta sinn. Að þessu sinni hlutu söngbræðurnir fjórir frá Álftagerði í Skagafirði ásamt Stefáni Gíslasyni listrænum stjórnanda þeirra viðurkenninguna.
Lesa meira
Styrkir til meistaranema 2016
Almennt
18 apríl, 2016
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 15. apríl sl. að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er 1 milljón. Tvö verkefni fá styrk að upphæð 350.000 hvort og önnur tvö styrki að upphæð 150.000 hvort. Verkefnin eru fjölbreytt að snúa að ferðamálum, skipulagsmálum, raforkuframleiðslu og flutningi ríkisstofnana.
Lesa meira
Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði 2016
Almennt
15 apríl, 2016
Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar í dag, 15. apríl. Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla, hagnýtt gildi framtíðarfræða við byggðaþróun, fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum og vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi eru þau verkefni sem stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja árið 2016.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar 2016
Almennt
4 apríl, 2016
Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 15. apríl 2016 í Miðgarði í Skagafirði.
Lesa meira
Hrísey er einstök og í því felast tækifæri
Almennt
23 mars, 2016
Til þess að efla byggð í Hrísey þarf að nýta betur mikla sérstöðu eyjarinnar, bæði til markaðssetningar og nýsköpunar, en líka til þess að laða að nýja íbúa. Mikilvægt er að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi í eynni auk þess að standa vörð um innviðina og alla grunnþjónustu.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember